Snjóflóð lokaði veginum

Tíu metra breitt og tveggja metra djúpt snjóflóð féll á þjóðveginn á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar í gærkvöldi og lokaði honum. Enginn var á ferð um veginn þegar það féll og Vegagerðin ruddi veginn. Viðbúnaðarástand er enn á norðanverðum Vestfjörðum vegna mikilla snjóalaga en þar er nú gott veður og ástand snjóalaga batnar með hverri klukkustund sem líður.