Davíð og Halldór einir um ákvörðun 17. janúar 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra staðfesti í dag að hann og Davíð Oddsson hefðu einir tekið þá ákvörðun að Ísland styddi innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak fyrir tveimur árum. Í yfirlýsingu þessa efnis kemur ekki fram hvort sú ákvörðun hafi áður verið rædd í utanríkismálanefnd Alþingis. Djúpstæður ágreiningur virðist í Framsóknarflokknum um málið. Forsætisráðherra segir í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í dag að Íraksmálið hafi verið rætt í utanríkismálanefnd og á Alþingi veturinn 2002 og 2003. Um þetta hefur aldrei verið ágreiningur. Ágreiningurinn hefur verið um hvort sú ákvörðun að skipa Íslandi á lista hinna viljugu þjóða og styðja innrásina í Írak hafi verið rædd í nefndinni eða ekki. Halldór segir svo vera en Jónína Bjartmarz alþingismaður segir svo ekki vera. Yfirlýsing Halldórs hvað þetta varðar bætir litlu við þá umræðu. Lög um þingsköp segja skýrt að utanríkismálanefnd skuli vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skuli ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Augljóst er að skipun Íslands á lista hinna viljugu þjóða er meiri háttar utanríkismál. Hins vegar segja lögfróðir menn að erfitt verði að leggja mat á hvort lög hafi verið brotin í þessu tilfelli vegna hártogana stjórnmálamanna um hvort það dugi að ræða Íraksmálið vítt og breitt í nefndinni til að lög hafi verið uppfyllt. Halldór segir enn fremur í yfirlýsingunni sem hann sendi frá sér í dag að Íraksmálið hafi verið rætt á ríkisstjórnarfundi þann 18. mars 2003. Í kjölfar þess hafi hann og Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, tekið þá ákvörðun að styðja aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Þar með hefur í fyrsta sinn fengist viðurkenning á því sem stjórnarandstaðan hefur lengi haldið fram, að stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi verið ákvörðun tveggja manna. Það er deginum ljósara að þetta mál hefur valdið djúpstæðum klofningi í Framsóknarflokknum. Kristinn H. Gunnarsson hefur alla tíð talað gegn þessum gjörningi og gagnrýnt málsmeðferðina, Hjálmar Árnason þingflokksformaður sagði í nóvember að vel kæmi til greina að fjarlægja Ísland af þessum lista, Jónína Bjartmarz hefur ekki viljað lýsa yfir stuðningi við þessa ákvörðun og Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, sagði um helgina að þessi ákvörðun hefði orkað tvímælis. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra staðfesti í dag að hann og Davíð Oddsson hefðu einir tekið þá ákvörðun að Ísland styddi innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak fyrir tveimur árum. Í yfirlýsingu þessa efnis kemur ekki fram hvort sú ákvörðun hafi áður verið rædd í utanríkismálanefnd Alþingis. Djúpstæður ágreiningur virðist í Framsóknarflokknum um málið. Forsætisráðherra segir í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í dag að Íraksmálið hafi verið rætt í utanríkismálanefnd og á Alþingi veturinn 2002 og 2003. Um þetta hefur aldrei verið ágreiningur. Ágreiningurinn hefur verið um hvort sú ákvörðun að skipa Íslandi á lista hinna viljugu þjóða og styðja innrásina í Írak hafi verið rædd í nefndinni eða ekki. Halldór segir svo vera en Jónína Bjartmarz alþingismaður segir svo ekki vera. Yfirlýsing Halldórs hvað þetta varðar bætir litlu við þá umræðu. Lög um þingsköp segja skýrt að utanríkismálanefnd skuli vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skuli ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Augljóst er að skipun Íslands á lista hinna viljugu þjóða er meiri háttar utanríkismál. Hins vegar segja lögfróðir menn að erfitt verði að leggja mat á hvort lög hafi verið brotin í þessu tilfelli vegna hártogana stjórnmálamanna um hvort það dugi að ræða Íraksmálið vítt og breitt í nefndinni til að lög hafi verið uppfyllt. Halldór segir enn fremur í yfirlýsingunni sem hann sendi frá sér í dag að Íraksmálið hafi verið rætt á ríkisstjórnarfundi þann 18. mars 2003. Í kjölfar þess hafi hann og Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, tekið þá ákvörðun að styðja aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Þar með hefur í fyrsta sinn fengist viðurkenning á því sem stjórnarandstaðan hefur lengi haldið fram, að stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi verið ákvörðun tveggja manna. Það er deginum ljósara að þetta mál hefur valdið djúpstæðum klofningi í Framsóknarflokknum. Kristinn H. Gunnarsson hefur alla tíð talað gegn þessum gjörningi og gagnrýnt málsmeðferðina, Hjálmar Árnason þingflokksformaður sagði í nóvember að vel kæmi til greina að fjarlægja Ísland af þessum lista, Jónína Bjartmarz hefur ekki viljað lýsa yfir stuðningi við þessa ákvörðun og Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, sagði um helgina að þessi ákvörðun hefði orkað tvímælis.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira