Innlent

Skiptastjóri FF til Lúxemborg

Sigurður Gizurarson, skiptastjóri í glaldþrotamáli Frjálsrar fjölmiðlunar, ætlar sjálfur að leita upplýsinga í Lúxemborg um dótturfyrirtæki Frjálsrar fjölmiðlunar og hugsanlegar eigur þeirra þar. Embætti ríkislögreglustjóra hefur ákveðið að rannsaka ekki fyrirtækið Time Invest en skiptastjóri hafði óskað eftir aðstoð embættisins við að nálgast gögn um fjárreiður félagsins þar sem það var á lista yfir dótturfélög Frjálsrar fjölmiðlunar. Ef félagið ætti fjármuni í erlendum bönkum ætti það með réttu að falla í hlut kröfuhafa í þrotabú Frjálsrar fjölmiðlunar. Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra hefur sagt að skiptastjóri gæti styrkt grunsemdir sínar með frekari vinnu. Sigurður Gizurarson mun á næstunni leita upplýsinga í hlutafélagaskrá í Lúxemborg. Í hlutafélagaskrá hér á landi koma ekki fram upplýsingar um eigendur félagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×