Innlent

Tollstjóri greiði bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Tollstjórann í Reykjavík til að greiða Kolbrúnu Björndsdóttur grasalækni 200 þúsund krónur í miskabætur fyrir að leggja hald á jurtir sem hún hafði pantað frá Bretlandi árið 2001. Starfsmenn Tollstjóra töldu að það þyrfti að skrá jurtirnar í annan tollflokk og fá samþykki Lyfjastofnunar fyrir þeim. Forsendur dómsins voru að Kolbrún hafi ekki verið látin vita að jurtirnar hefðu verið haldlagðar fyrr en sjö mánuðum eftir að það var gert og gat hún því ekki nýtt sér rétt sinn til að kæra haldlagninguna til viðeigandi yfirvalda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×