Tímabærar og ótímabærar breytingar 17. janúar 2005 00:01 Svo er að sjá sem margir alþingismenn hafi notað fjörutíu daga jólaleyfi sitt, sem enn er ekki lokið, til að íhuga innanflokksmál fremur en þjóðmálin. Yfir landsmálunum er sama deyfðin og fyrr en átök og ráðabrugg um völd, stöður og bitlinga innan stjórnmálaflokkanna blómstra sem aldrei fyrr. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, var áberandi í fjölmiðlum um helgina. Það var ekki tilviljun. Ráðherrann bar sig eftir viðtölum af því að hann hefur áhyggjur af því að leynileg samtök séu um það innan flokksins að fella hann í varaformannskjöri á komandi landsfundi flokksins. Ágiskanir eru uppi um að sú hugmynd njóti stuðnings Halldórs Ásgrímssonar flokksformanns, sem vilji Árna Magnússon félagsmálaráðherra í embættið til að undirbúa formennsku hans síðar, en almennt er talað um Árna sem "erfðaprins" Framsóknar. Ef þetta er á rökum reist er djarft teflt. Skoðanakannair sýna mikinn stuðning kjósenda Framsóknarflokksins við Guðna Ágústsson. Á sama tíma og ímynd flokksins hefur harðnað og mörgum finnst að flokksforystan skeri sig ekki nægilega frá Sjálfstæðisflokknum í málflutningi og stefnumálum hefur Guðni að ýmsu leyti verið tákn fyrir framsóknarstefnu fyrri ára. Í honum sjá kjósendur líklega meiri félagshyggjumann og meiri landsbyggðarmann en í flestum öðrum forystumönnum flokksins. Ekki er ósennilegt að verði Guðna strax á vordögum fórnað fyrir frama Árna Magnússonar geti það skaðað fylgi Framsóknarflokksins. Virðist flokkurinn þó varla mega við frekari áföllum. Togstreita foringja Samfylkingarinnar, Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, komst á nýtt stig í vikunni sem leið þegar hugmynd kom fram um að flýta landsfundi flokksins og þar með formannskjöri. Skynsamlegt virðist að flýta kosningunni enda hefur flokkurinn haft mikil óþægindi af málinu í langan tíma. En auðvitað er ekki nóg að Samfylkingin kveði upp úr um hver eigi að vera foringi hennar til næstu ára. Ekki skiptir minna máli að kjósendur fái betur á hreint hver stefna flokksins er í ýmsum málefnum samtímans. Samfylkingin er orðin það stór flokkur að óviðunandi er að óvissa ríki um hvert hann vill stefna og hvað hann mundi aðhafast í ríkisstjórn. Ingibjörg Sólrún hefur lýst því yfir að hún hafi nýtt sér leyfið að undanförnu til "hugmyndalegrar endurnýjunar". Hún þarf að gera grein fyrir því hvað í þessu felst og hvort keppni hennar við Össur Skarphéðinsson sé af einhverju leyti vegna málefnalegs skoðanamunar. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður væntanlega haldinn í haust. Engar fregnir hafa borist um það hvort vænta megi breytinga á forystusveit flokksins. Margt mælir með því að Davíð Oddsson finni nýjan vettvang fyrir hæfileika sína. Síðustu misseri hafa verið flokknum erfið og nýtt blóð gæti hjálpað honum að rétta úr kútnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Svo er að sjá sem margir alþingismenn hafi notað fjörutíu daga jólaleyfi sitt, sem enn er ekki lokið, til að íhuga innanflokksmál fremur en þjóðmálin. Yfir landsmálunum er sama deyfðin og fyrr en átök og ráðabrugg um völd, stöður og bitlinga innan stjórnmálaflokkanna blómstra sem aldrei fyrr. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, var áberandi í fjölmiðlum um helgina. Það var ekki tilviljun. Ráðherrann bar sig eftir viðtölum af því að hann hefur áhyggjur af því að leynileg samtök séu um það innan flokksins að fella hann í varaformannskjöri á komandi landsfundi flokksins. Ágiskanir eru uppi um að sú hugmynd njóti stuðnings Halldórs Ásgrímssonar flokksformanns, sem vilji Árna Magnússon félagsmálaráðherra í embættið til að undirbúa formennsku hans síðar, en almennt er talað um Árna sem "erfðaprins" Framsóknar. Ef þetta er á rökum reist er djarft teflt. Skoðanakannair sýna mikinn stuðning kjósenda Framsóknarflokksins við Guðna Ágústsson. Á sama tíma og ímynd flokksins hefur harðnað og mörgum finnst að flokksforystan skeri sig ekki nægilega frá Sjálfstæðisflokknum í málflutningi og stefnumálum hefur Guðni að ýmsu leyti verið tákn fyrir framsóknarstefnu fyrri ára. Í honum sjá kjósendur líklega meiri félagshyggjumann og meiri landsbyggðarmann en í flestum öðrum forystumönnum flokksins. Ekki er ósennilegt að verði Guðna strax á vordögum fórnað fyrir frama Árna Magnússonar geti það skaðað fylgi Framsóknarflokksins. Virðist flokkurinn þó varla mega við frekari áföllum. Togstreita foringja Samfylkingarinnar, Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, komst á nýtt stig í vikunni sem leið þegar hugmynd kom fram um að flýta landsfundi flokksins og þar með formannskjöri. Skynsamlegt virðist að flýta kosningunni enda hefur flokkurinn haft mikil óþægindi af málinu í langan tíma. En auðvitað er ekki nóg að Samfylkingin kveði upp úr um hver eigi að vera foringi hennar til næstu ára. Ekki skiptir minna máli að kjósendur fái betur á hreint hver stefna flokksins er í ýmsum málefnum samtímans. Samfylkingin er orðin það stór flokkur að óviðunandi er að óvissa ríki um hvert hann vill stefna og hvað hann mundi aðhafast í ríkisstjórn. Ingibjörg Sólrún hefur lýst því yfir að hún hafi nýtt sér leyfið að undanförnu til "hugmyndalegrar endurnýjunar". Hún þarf að gera grein fyrir því hvað í þessu felst og hvort keppni hennar við Össur Skarphéðinsson sé af einhverju leyti vegna málefnalegs skoðanamunar. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður væntanlega haldinn í haust. Engar fregnir hafa borist um það hvort vænta megi breytinga á forystusveit flokksins. Margt mælir með því að Davíð Oddsson finni nýjan vettvang fyrir hæfileika sína. Síðustu misseri hafa verið flokknum erfið og nýtt blóð gæti hjálpað honum að rétta úr kútnum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun