Trúa börnunum en vantar sannanir 16. janúar 2005 00:01 Í rúmlega helmingi tilfella þar sem kynferðisbrot gegn barni hafa verið kærð til lögreglu er málið látið niður falla án þess að til ákæru komi þar sem ekki þykja næg sönnunargögn fyrir hendi til að fá sakfellingu. Hlutfallið er misjafnt eftir árum en fer frá 50 prósentum upp í 60 prósent af heildarfjölda mála. "Þetta merkir ekki að börnin séu að segja ósatt. Saksóknari má ekki ákæra nema hann hafi það góðar sannanir að ákæran leiði að öllum líkindum til sakfellingar," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Börn gefa framburð og í flestum tilfellum er þeim trúað. Bragi segir að reynslan bæði hérlendis og erlendis sýni að sjaldgæft sé að börn segi ósatt um kynferðislegt ofbeldi, það sé aðeins í 4-7 prósentum tilfella. Saksóknari tekur ákvörðun um framhald málsins út frá trúverðugleika þess hverju sinni og þar þurfa oftast að koma til önnur sönnunargögn en framburður barnsins. Barnið getur t.d. hafa treyst einhverjum fyrir ofbeldinu um það leyti sem það átti sér stað eða þá að læknisfræðileg sönnunargögn liggja fyrir. Það er þó aðeins í einu máli af tíu sem slík sönnunargögn eru fyrir hendi og í um 5 prósentum tilfella eru sönnunargögnin óyggjandi, t.d. rofið meyjarhaft og kynsjúkdómar. "Margir álíta að það sé plantað sögum í barnið en það er ekki mikil hætta á því. Rannsóknaraðferðir okkar eru það vel þróaðar að starfsfólk okkar sér í gegnum slíkt," segir Bragi. Þau dæmi þekkjast að foreldri búi til sakir en það heyrir til undantekninga, segir Bragi, og ekki mikil hætta á að það gangi upp. Í sumum tilfellum brýst líka fram hræðsla hjá foreldri þegar hegðun barnsins breytist. Oft er þá um að ræða tilfinningalegt álag á barnið þó að einkennin geti einnig gefið til kynna kynferðislegt ofbeldi, t.d. martraðir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestan til og viðvaranir í gildi Veður Fleiri fréttir Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sjá meira
Í rúmlega helmingi tilfella þar sem kynferðisbrot gegn barni hafa verið kærð til lögreglu er málið látið niður falla án þess að til ákæru komi þar sem ekki þykja næg sönnunargögn fyrir hendi til að fá sakfellingu. Hlutfallið er misjafnt eftir árum en fer frá 50 prósentum upp í 60 prósent af heildarfjölda mála. "Þetta merkir ekki að börnin séu að segja ósatt. Saksóknari má ekki ákæra nema hann hafi það góðar sannanir að ákæran leiði að öllum líkindum til sakfellingar," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Börn gefa framburð og í flestum tilfellum er þeim trúað. Bragi segir að reynslan bæði hérlendis og erlendis sýni að sjaldgæft sé að börn segi ósatt um kynferðislegt ofbeldi, það sé aðeins í 4-7 prósentum tilfella. Saksóknari tekur ákvörðun um framhald málsins út frá trúverðugleika þess hverju sinni og þar þurfa oftast að koma til önnur sönnunargögn en framburður barnsins. Barnið getur t.d. hafa treyst einhverjum fyrir ofbeldinu um það leyti sem það átti sér stað eða þá að læknisfræðileg sönnunargögn liggja fyrir. Það er þó aðeins í einu máli af tíu sem slík sönnunargögn eru fyrir hendi og í um 5 prósentum tilfella eru sönnunargögnin óyggjandi, t.d. rofið meyjarhaft og kynsjúkdómar. "Margir álíta að það sé plantað sögum í barnið en það er ekki mikil hætta á því. Rannsóknaraðferðir okkar eru það vel þróaðar að starfsfólk okkar sér í gegnum slíkt," segir Bragi. Þau dæmi þekkjast að foreldri búi til sakir en það heyrir til undantekninga, segir Bragi, og ekki mikil hætta á að það gangi upp. Í sumum tilfellum brýst líka fram hræðsla hjá foreldri þegar hegðun barnsins breytist. Oft er þá um að ræða tilfinningalegt álag á barnið þó að einkennin geti einnig gefið til kynna kynferðislegt ofbeldi, t.d. martraðir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestan til og viðvaranir í gildi Veður Fleiri fréttir Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sjá meira