Innlent

Áttu annað erindi á heimilið

Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir lögregluna hafa farið að heimili konu á þrítugsaldri rétt eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags vegna kvartana nágranna um hávaða. Vegna útkallsins hafi lögreglan átt erindi á heimili konunnar aftur aðfaranótt þriðjudags. Í viðtali við DV segir stúlkan lögregluna hafa komið um miðja nótt og sagt henni að hún þyrfti að borga gamla umferðasekt eða hún yrði handtekin. Geir Jón segist ekki geta gefið upp af hverju lögreglan hafi þurft að fara aftur á heimili konunnar af tillitsemi við hana en það hafi verið gert í kjölfar útkallsins tveimur sólarhringum áður. Í millitíðinni hafi lögreglan hins vegar uppgötvað að konan væri eftirlýst til að afplána umferðarlagasekt og því hafi það erindi verið rekið í leiðinni. Hann segir að vegna heimilisaðstæðna hafi hún hins vegar ekki verið færð í afplánun. Sektin vegna umferðabrotsins var greidd á þriðjudaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×