Marktækt að spyrja um stuðning 12. janúar 2005 00:01 Mikill ágreiningur hefur blossað upp hérlendis um lista sem Bandaríkjamenn birtu í mars 2003 um þær þjóðir sem studdu innrásina í Írak eftir að ljóst var að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna legði ekki blessun sína yfir þá aðgerð, meðal annars vegna hótunar Frakka um að beita neitunarvaldi. Ísland varð formlega hluti af bandalagi staðfastra þjóða samkvæmt yfirlýsingu Hvíta hússins. Þar sagði: "Bush forseti hefur safnað ríkjum í bandalag sem þegar hefur hafið hernaðaraðgerðir til að afvopna Íraka af gereyðingarvopnum." Þá ætti að reka Saddam Hussein forseta frá völdum. Tekið var fram að sumar þjóðir legðu bandalaginu lið með herstyrk en einnig var nefndur pólitískur stuðningur, yfirflugsheimildir og aðstoð við enduruppbyggingu. Í ályktun bandarísku öldungadeildarinnar frá 27. mars 2003 var Ísland sett í annan flokk bandalagsríkja af þremur yfir lönd sem hefðu lýst því yfir að hætta stafaði af Írak. Ríkisstjórnin hefur gagnrýnt Gallup: "Er Gallup að spyrja um hinn svonefnda lista frá því snemma árs 2003? Eru einhverjar þjóðir lengur á þeim lista?" spyr Björn Bjarnason á heimasíðu sinni. Björn var beðinn að útskýra þau ummæli og spurður hvort hann hefði sætt sig við að spurt hefði verið um hvort fólk styddi hernað Bandaríkjamanna í Írak: "Sú spurning hefði þó verið marktæk." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði hins vegar í viðtali við RÚV að spurningin væri ómarktæk: "Ég er alveg viss um það að Íslendingar eru því fylgjandi að við styðjum lýðræðisþróun í Írak, kosningarnar þar og uppbygginguna sem er fram undan og það er að sjálfsögðu aðalmálið." Ísland er hins vegar ekki eina landið þar sem deilt hefur verið hart um umræddan lista. Í þeim löndum sem sendu her til Íraks snerist umræðan að sjálfsögðu um hvort kalla ætti hann heim. Kosta Ríka hefur engan her fremur en Ísland og þar fór vera landsins á listanum fyrir stjórnarskrárdómstól. Hann úrskurðaði að það væri stjórnarskrárbrot að styðja hernaðaraðgerðir sem ekki nytu fulltingis Sameinuðu Þjóðanna. Hvíta húsið varð við beiðni stjórnar landsins í kjölfarið. Björn Bjarnason segist ekki þekkja þetta mál: "Ég þekki ekki til afstöðu Kosta Ríka, hvorki nú né áður." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Mikill ágreiningur hefur blossað upp hérlendis um lista sem Bandaríkjamenn birtu í mars 2003 um þær þjóðir sem studdu innrásina í Írak eftir að ljóst var að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna legði ekki blessun sína yfir þá aðgerð, meðal annars vegna hótunar Frakka um að beita neitunarvaldi. Ísland varð formlega hluti af bandalagi staðfastra þjóða samkvæmt yfirlýsingu Hvíta hússins. Þar sagði: "Bush forseti hefur safnað ríkjum í bandalag sem þegar hefur hafið hernaðaraðgerðir til að afvopna Íraka af gereyðingarvopnum." Þá ætti að reka Saddam Hussein forseta frá völdum. Tekið var fram að sumar þjóðir legðu bandalaginu lið með herstyrk en einnig var nefndur pólitískur stuðningur, yfirflugsheimildir og aðstoð við enduruppbyggingu. Í ályktun bandarísku öldungadeildarinnar frá 27. mars 2003 var Ísland sett í annan flokk bandalagsríkja af þremur yfir lönd sem hefðu lýst því yfir að hætta stafaði af Írak. Ríkisstjórnin hefur gagnrýnt Gallup: "Er Gallup að spyrja um hinn svonefnda lista frá því snemma árs 2003? Eru einhverjar þjóðir lengur á þeim lista?" spyr Björn Bjarnason á heimasíðu sinni. Björn var beðinn að útskýra þau ummæli og spurður hvort hann hefði sætt sig við að spurt hefði verið um hvort fólk styddi hernað Bandaríkjamanna í Írak: "Sú spurning hefði þó verið marktæk." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði hins vegar í viðtali við RÚV að spurningin væri ómarktæk: "Ég er alveg viss um það að Íslendingar eru því fylgjandi að við styðjum lýðræðisþróun í Írak, kosningarnar þar og uppbygginguna sem er fram undan og það er að sjálfsögðu aðalmálið." Ísland er hins vegar ekki eina landið þar sem deilt hefur verið hart um umræddan lista. Í þeim löndum sem sendu her til Íraks snerist umræðan að sjálfsögðu um hvort kalla ætti hann heim. Kosta Ríka hefur engan her fremur en Ísland og þar fór vera landsins á listanum fyrir stjórnarskrárdómstól. Hann úrskurðaði að það væri stjórnarskrárbrot að styðja hernaðaraðgerðir sem ekki nytu fulltingis Sameinuðu Þjóðanna. Hvíta húsið varð við beiðni stjórnar landsins í kjölfarið. Björn Bjarnason segist ekki þekkja þetta mál: "Ég þekki ekki til afstöðu Kosta Ríka, hvorki nú né áður."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira