Rannsókn enn í höndum Þjóðverja 12. janúar 2005 00:01 Rannsókn á fíkniefnafundinum um borð í togaranum Hauki í Bremerhafen á fimmtudag er enn algerlega í höndum þýsku lögreglunnar og hefur enginn verið yfirheyrður vegna málsins hér á landi. Þegar togarinn kom til Hafnarfjarðar vakti athygli að nokkrir lögreglumenn fóru um borð ásamt tollurum, en að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði var það einungis til að fullnægja reglum Shengen-samkomulagsins og tengdist smyglmálinu ekki á nokkurn hátt. Að sögn Ásgeirs Kalrssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, hefur þýska lögreglan aðeins haft samband en ekki óskað eftir aðgerðum af hálfu íslensku lögreglunnar enn sem komið er. Enn er alveg á huldu hvort mennirnir öfluðu sér fíkniefnanna sjálfir í Þýskalandi eða hvort þeir voru aðeins burðardýr til viðtakenda hér á landi. Í vistarverum Íslendinganna tveggja um borð í togaranum fundust þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins af hassi. Því verður að telja líklegt að einhverjir viðtakendur eða væntanlegir dreifendur hér á landi hafi vitað hvað var í vændum. Af rannsókn málsins sem upp kom daginn fyrir gamlársdag, þegar hátt í kíló fannst innvortis í ungverskum ferðamanni í Leifsstöð, sem leiddi svo til handtöku Nígeríumanns, er það að frétta að enginn Íslendingur hefur enn verið yfirheyrður með stöðu grunaðs manns og enginn Íslendingur hefur verið handtekinn. Almennt telur Ásgeir Karlsson ólíklegt að erlendir ferðamenn flytji svo mikið magn til landsins af dýru efni án þess að hafa einhver sambönd hér til þess að koma því í verð. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira
Rannsókn á fíkniefnafundinum um borð í togaranum Hauki í Bremerhafen á fimmtudag er enn algerlega í höndum þýsku lögreglunnar og hefur enginn verið yfirheyrður vegna málsins hér á landi. Þegar togarinn kom til Hafnarfjarðar vakti athygli að nokkrir lögreglumenn fóru um borð ásamt tollurum, en að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði var það einungis til að fullnægja reglum Shengen-samkomulagsins og tengdist smyglmálinu ekki á nokkurn hátt. Að sögn Ásgeirs Kalrssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, hefur þýska lögreglan aðeins haft samband en ekki óskað eftir aðgerðum af hálfu íslensku lögreglunnar enn sem komið er. Enn er alveg á huldu hvort mennirnir öfluðu sér fíkniefnanna sjálfir í Þýskalandi eða hvort þeir voru aðeins burðardýr til viðtakenda hér á landi. Í vistarverum Íslendinganna tveggja um borð í togaranum fundust þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins af hassi. Því verður að telja líklegt að einhverjir viðtakendur eða væntanlegir dreifendur hér á landi hafi vitað hvað var í vændum. Af rannsókn málsins sem upp kom daginn fyrir gamlársdag, þegar hátt í kíló fannst innvortis í ungverskum ferðamanni í Leifsstöð, sem leiddi svo til handtöku Nígeríumanns, er það að frétta að enginn Íslendingur hefur enn verið yfirheyrður með stöðu grunaðs manns og enginn Íslendingur hefur verið handtekinn. Almennt telur Ásgeir Karlsson ólíklegt að erlendir ferðamenn flytji svo mikið magn til landsins af dýru efni án þess að hafa einhver sambönd hér til þess að koma því í verð.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira