Barnaleg viðbrögð við könnun 13. október 2005 15:20 Niðurstaða skoðanakönnunar Gallups um afstöðu Íslendinga til Íraksmálsins getur naumast verið afdráttarlausari. Um 84% landsmanna vilja ekki að Ísland sé á lista "hinna staðföstu þjóða" sem studdu innrás Bandaríkjamanna í Írak vorið 2003. Þetta kemur ekki á óvart. Allar kannanir fram að þessu, svo og opinber umræða, hafa sýnt að þjóðin er andvíg þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar, eða réttara sagt tveggja ráðherra í hennar nafni. Viðbrögð einstakra ráðherra í ríkisstjórninni við könnuninni hafa verið barnaleg. Davíð Oddsson utanríkisráðherra talar nánast eins og þjóðin sé svo heimsk að hún skilji ekki spurninguna sem Gallup spurði og svörin séu því marklaus. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra deilir á Gallup fyrir að voga sér að bera spurninguna fram og ýjar að því að réttast sé að klaga Gallup á Íslandi fyrir móðurfyrirtækinu í Bandaríkjunum. Það er annar handleggur að spurningin um hvort Íslendingar eigi að vera á listanum eða ekki er fráleitt brýnasta úrlausnarefnið í málefnum Íraks um þessar mundir. Mikilvægast er að alþjóðasamfélagið, þar á meðal Íslendingar, finni leiðir til að koma á friði og lýðræði í Írak. Hitt er rangt að listinn sé eingöngu sögulegt fyrirbæri sem enga þýðingu hafi lengur. Greinilegt er að hann hefur bæði pólitískt og tilfinningalegt vægi í augum þjóðarinnar. Og jafnvel þótt listinn væri eingöngu sögulegt gagn skiptir máli hvernig hann varð til og hvernig það gerðist að nafn Íslands var sett á hann. Við því hafa engar viðhlítandi skýringar fengist og yfirlýsingar ráðherra og fulltrúa þeirra verið misvísandi. Það mál þarf að upplýsa. Það er rangt hjá utanríkisráðherra að sambærilegar umræður og fram fara hér á landi um Íraksmálið eigi sér hvergi stað. Vel má vera að utanríkisráðherra fylgist lítt með alþjóðlegum fjölmiðlum en það gera þúsundir Íslendinga og vita því betur. Ekki þarf annað en að fara í leitarvélar í heimilstölvunni til að sjá að um allan heim fer fram umræða um Íraksstríðið og þar á meðal um tilurð og eðli "lista hinna staðföstu þjóða". Og ekki er lengra síðan en í haust að stjórnvöld í einu ríkjanna sem var á listanum, Kosta Ríka, fóru þess formlega á leit við Hvíta húsið að nafn landsins yrði tekið af listanum. Hvergi hefur sést að ráðamönnum þar eða landsmönnum sé brigslað um vanþekkingu eða heimsku í því sambandi. Slíkt tal virðist bara tíðkast í þröngum hópi önugra stjórnmálamanna á Íslandi. Þegar 84% Íslendinga segjast ekki vilja vera á lista hinna staðföstu þjóða eru þeir að mótmæla því að ráðist skyldi inn í Írak í óþökk Sameinuðu þjóðanna og án heimildar í alþjóðalögum. Þeir telja að ríkisstjórnin hafi ekki haft heimild til að nota nafn Íslands til að hjálpa til við að réttlæta innrásina. Þetta er augljóslega óþægileg niðurstaða fyrir þá menn sem ábyrgðina bera en þetta er veruleiki og undan honum geta þeir ekki vikið sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Niðurstaða skoðanakönnunar Gallups um afstöðu Íslendinga til Íraksmálsins getur naumast verið afdráttarlausari. Um 84% landsmanna vilja ekki að Ísland sé á lista "hinna staðföstu þjóða" sem studdu innrás Bandaríkjamanna í Írak vorið 2003. Þetta kemur ekki á óvart. Allar kannanir fram að þessu, svo og opinber umræða, hafa sýnt að þjóðin er andvíg þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar, eða réttara sagt tveggja ráðherra í hennar nafni. Viðbrögð einstakra ráðherra í ríkisstjórninni við könnuninni hafa verið barnaleg. Davíð Oddsson utanríkisráðherra talar nánast eins og þjóðin sé svo heimsk að hún skilji ekki spurninguna sem Gallup spurði og svörin séu því marklaus. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra deilir á Gallup fyrir að voga sér að bera spurninguna fram og ýjar að því að réttast sé að klaga Gallup á Íslandi fyrir móðurfyrirtækinu í Bandaríkjunum. Það er annar handleggur að spurningin um hvort Íslendingar eigi að vera á listanum eða ekki er fráleitt brýnasta úrlausnarefnið í málefnum Íraks um þessar mundir. Mikilvægast er að alþjóðasamfélagið, þar á meðal Íslendingar, finni leiðir til að koma á friði og lýðræði í Írak. Hitt er rangt að listinn sé eingöngu sögulegt fyrirbæri sem enga þýðingu hafi lengur. Greinilegt er að hann hefur bæði pólitískt og tilfinningalegt vægi í augum þjóðarinnar. Og jafnvel þótt listinn væri eingöngu sögulegt gagn skiptir máli hvernig hann varð til og hvernig það gerðist að nafn Íslands var sett á hann. Við því hafa engar viðhlítandi skýringar fengist og yfirlýsingar ráðherra og fulltrúa þeirra verið misvísandi. Það mál þarf að upplýsa. Það er rangt hjá utanríkisráðherra að sambærilegar umræður og fram fara hér á landi um Íraksmálið eigi sér hvergi stað. Vel má vera að utanríkisráðherra fylgist lítt með alþjóðlegum fjölmiðlum en það gera þúsundir Íslendinga og vita því betur. Ekki þarf annað en að fara í leitarvélar í heimilstölvunni til að sjá að um allan heim fer fram umræða um Íraksstríðið og þar á meðal um tilurð og eðli "lista hinna staðföstu þjóða". Og ekki er lengra síðan en í haust að stjórnvöld í einu ríkjanna sem var á listanum, Kosta Ríka, fóru þess formlega á leit við Hvíta húsið að nafn landsins yrði tekið af listanum. Hvergi hefur sést að ráðamönnum þar eða landsmönnum sé brigslað um vanþekkingu eða heimsku í því sambandi. Slíkt tal virðist bara tíðkast í þröngum hópi önugra stjórnmálamanna á Íslandi. Þegar 84% Íslendinga segjast ekki vilja vera á lista hinna staðföstu þjóða eru þeir að mótmæla því að ráðist skyldi inn í Írak í óþökk Sameinuðu þjóðanna og án heimildar í alþjóðalögum. Þeir telja að ríkisstjórnin hafi ekki haft heimild til að nota nafn Íslands til að hjálpa til við að réttlæta innrásina. Þetta er augljóslega óþægileg niðurstaða fyrir þá menn sem ábyrgðina bera en þetta er veruleiki og undan honum geta þeir ekki vikið sér.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun