Bíða viðbragða félagsmálaráðherra 10. janúar 2005 00:01 Búist er við að félagsmálaráðuneytið svari greinargerð Alþýðusambandsins um gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar á Impregilo í dag eða á morgun en greinargerðin var send ráðuneytinu á sunnudaginn var. Greinargerðin verður lögð fyrir miðstjórnarfund ASÍ á morgun og kynnt fjölmiðlum. "Mér skilst að ráðuneytismenn séu að lesa greinargerðina. Þetta er myndarleg greinargerð upp á 20 síður eða svo. Við höfum ekki verið í miklum samskiptum við ráðuneytið í dag en mér skilst að þeir þurfi tíma til að fara í gegnum þetta," segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. Útgáfa atvinnuleyfa til Kínverjanna 54, sem Impregilo hefur sótt um undanþágu fyrir, er í biðstöðu meðan verið er að fara yfir lög og reglur varðandi útgáfu atvinnuleyfa og skuldbindingar Íslendinga á Evrópska efnahagssvæðinu. "Við höfum líka vakið máls á því að í þessu máli eru líka atriði sem snúa almennt að vinnumarkaðnum, framboði og eftirspurn og hvernig þau mál þróast. Við erum ekki sátt við að fyrirtæki geti mótað sér þá stefnu að halda sig við lágmarkslaun. Auðvitað bera stjórnvöld ábyrgð á því að halda eðlilegu vægi milli framboðs og eftirspurnar. Það gefur auga leið að ef stuðlað er að offramboði á einhverju þá hefur það áhrif á verðið," segir Gylfi. Vinnumálastofnun var búin að gefa vilyrði fyrir undanþágu fyrir 54 manna hópinn og segir Gylfi að gerð hafi verið athugasemd við það hvaða heimild sé til þess að gefa vilyrði eða fyrirheit fyrir flýtimeðferð. "Það verður náttúrulega að fara að reglunum. Ég ætla ekki að tjá mig um það hvort starfsmenn geti verið með einhverjar aðrar reglur," segir hann. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira
Búist er við að félagsmálaráðuneytið svari greinargerð Alþýðusambandsins um gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar á Impregilo í dag eða á morgun en greinargerðin var send ráðuneytinu á sunnudaginn var. Greinargerðin verður lögð fyrir miðstjórnarfund ASÍ á morgun og kynnt fjölmiðlum. "Mér skilst að ráðuneytismenn séu að lesa greinargerðina. Þetta er myndarleg greinargerð upp á 20 síður eða svo. Við höfum ekki verið í miklum samskiptum við ráðuneytið í dag en mér skilst að þeir þurfi tíma til að fara í gegnum þetta," segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. Útgáfa atvinnuleyfa til Kínverjanna 54, sem Impregilo hefur sótt um undanþágu fyrir, er í biðstöðu meðan verið er að fara yfir lög og reglur varðandi útgáfu atvinnuleyfa og skuldbindingar Íslendinga á Evrópska efnahagssvæðinu. "Við höfum líka vakið máls á því að í þessu máli eru líka atriði sem snúa almennt að vinnumarkaðnum, framboði og eftirspurn og hvernig þau mál þróast. Við erum ekki sátt við að fyrirtæki geti mótað sér þá stefnu að halda sig við lágmarkslaun. Auðvitað bera stjórnvöld ábyrgð á því að halda eðlilegu vægi milli framboðs og eftirspurnar. Það gefur auga leið að ef stuðlað er að offramboði á einhverju þá hefur það áhrif á verðið," segir Gylfi. Vinnumálastofnun var búin að gefa vilyrði fyrir undanþágu fyrir 54 manna hópinn og segir Gylfi að gerð hafi verið athugasemd við það hvaða heimild sé til þess að gefa vilyrði eða fyrirheit fyrir flýtimeðferð. "Það verður náttúrulega að fara að reglunum. Ég ætla ekki að tjá mig um það hvort starfsmenn geti verið með einhverjar aðrar reglur," segir hann.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira