Innlent

Vill banna starfsemina

Ómar Stefánsson, framsóknarmaður í bæjarráði Kópavogs, er mótfallinn því að klórgasverksmiðja fái starfsleyfi í Kópavogi. Hann vill að umhverfisráðherra beiti sér fyrir því að banna klórgasverksmiðjur í byggð. Ómar undrast að Heilbrigðiseftirlit bæjarins nýti ekki heimildir sínar til að beita sér gegn framleiðslu Mjallar-Friggjar en fyrirtækið starfar án leyfa. Ingvar Árnason, prófessor í raunvísindadeild við Háskóla Íslands, segir að slyppi klórgasið sem geymt sé á svæðinu út yrði meiriháttar stórslys: "Klórgas hefur varanleg áhrif á fólk. Í fyrri heimsstyrjöldinni var klórgas notað sem eiturgas í hernaði. Það ertir slímhúð, bæði augu og öndunarfæri. Það endar með því að menn kafna."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×