Innlent

Eldsvoðí á Hverfisgötu

Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að brennandi húsi við Hverfisgötu 61 klukkan þrjú aðfaranótt laugardags. Efri hæð hússins var alelda þegar slökkviliðið bar að, en húsið reyndist mannlaust þegar að var gáð. Vegna eldsins þurfti að rýma tvö nærliggjandi hús meðan á slökkvistarfi stóð. Miklar skemmdir urðu á húsinu af völdum eldsins, en eldsupptök eru enn ókunn. Húsið að Hverfisgötu 61 er bakhús og stendur á horni Hverfisgötu og Frakkastígs. Vel gekk að slökkva eldinn, en málið er til rannsóknar hjá lögreglu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×