Allir komnir heim 7. janúar 2005 00:01 26 íbúar við Traðarland, Dísarland, á Geirsstöðum og Tröð fengu að fara heim til sín eftir að hættuástandi var aflétt í Bolungarvík í hádeginu í gær. Einar Pétursson bæjarstjóri segir enn vera viðbúnaðarstig og að grannt verði fylgst með veðurspám. 66 íbúar fengu að fara til síns heim í fyrradag. Einar segir norðaustanátt í fyrrinótt hafa blásið mestu af snjónum úr fjallinu. Viðbúnaðarstig verður áfram þar sem margt getur breyst á stuttum tíma. Hann segir mikinn létti vera bæði hjá íbúum og bæjaryfirvöldum. Í deiglunni er að gera snjóflóðavarnargarð í fjallinu en ekki er ákveðið hvenær framkvæmdin hefst, að sögn Einars. Margrét Gunnarsdóttir, íbúi við Dísarland, var alsæl yfir því að komast loksins heim. Hún var ein þeirra sem ekki vildi yfirgefa heimili sitt í fyrstu þegar þurfti að rýma hús við Dísarland á mánudag. "Mér fannst engin ástæða til að fara þar sem skóf úr fjallinu. Eins voru þetta mótmæli vegna seinagangs í okkar málum. Ekki er enn búið að kaupa af okkur húsin eins og til stóð," segir Margrét. Hún segir bæjarsjóð hafa stefnt íbúum Dísarlands þar sem þeir vildu ekki selja sjóðnum húsin á því verði sem þeim var boðið. En húsin eru á því svæði sem varnargarðurinn á að standa. Margrét er skrifstofumaður á bæjarskrifstofunni og segir það ekki fara mjög vel með málaferlunum. Hún hefur áhuga á að búa áfram í Bolungarvík þar sem hún hefur búið mest alla tíð. Þar hafa hún og maðurinn hennar vinnu og engin ástæða til að flytja annað. "Verðið verður að vera boðlegt svo ég og fjölskylda mín getum eignast annað heimili," segir Margrét. Hún segist jafnvel þurfa að rýma húsið aftur í vetur svo lengi sem enn sé snjór. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
26 íbúar við Traðarland, Dísarland, á Geirsstöðum og Tröð fengu að fara heim til sín eftir að hættuástandi var aflétt í Bolungarvík í hádeginu í gær. Einar Pétursson bæjarstjóri segir enn vera viðbúnaðarstig og að grannt verði fylgst með veðurspám. 66 íbúar fengu að fara til síns heim í fyrradag. Einar segir norðaustanátt í fyrrinótt hafa blásið mestu af snjónum úr fjallinu. Viðbúnaðarstig verður áfram þar sem margt getur breyst á stuttum tíma. Hann segir mikinn létti vera bæði hjá íbúum og bæjaryfirvöldum. Í deiglunni er að gera snjóflóðavarnargarð í fjallinu en ekki er ákveðið hvenær framkvæmdin hefst, að sögn Einars. Margrét Gunnarsdóttir, íbúi við Dísarland, var alsæl yfir því að komast loksins heim. Hún var ein þeirra sem ekki vildi yfirgefa heimili sitt í fyrstu þegar þurfti að rýma hús við Dísarland á mánudag. "Mér fannst engin ástæða til að fara þar sem skóf úr fjallinu. Eins voru þetta mótmæli vegna seinagangs í okkar málum. Ekki er enn búið að kaupa af okkur húsin eins og til stóð," segir Margrét. Hún segir bæjarsjóð hafa stefnt íbúum Dísarlands þar sem þeir vildu ekki selja sjóðnum húsin á því verði sem þeim var boðið. En húsin eru á því svæði sem varnargarðurinn á að standa. Margrét er skrifstofumaður á bæjarskrifstofunni og segir það ekki fara mjög vel með málaferlunum. Hún hefur áhuga á að búa áfram í Bolungarvík þar sem hún hefur búið mest alla tíð. Þar hafa hún og maðurinn hennar vinnu og engin ástæða til að flytja annað. "Verðið verður að vera boðlegt svo ég og fjölskylda mín getum eignast annað heimili," segir Margrét. Hún segist jafnvel þurfa að rýma húsið aftur í vetur svo lengi sem enn sé snjór.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira