Innlent

Þyngstu refsingar krafist

Hákon Eydal sem varð Sri Rahmawati, barnsmóður sinni og fyrrum sambýliskonu, að bana hefur verið ákærður af ríkissaksóknara. Í ákæru er krafist þyngstu refsingar sem lög leyfa. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Hákon banaði Sri á heimili sínu sunnudagsmorguninn fjórða júlí. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan þriðjudaginn sjöunda júlí. Fyrstu þrjár vikurnar þagði Hákon þunnu hljóði í yfirheyrslum hjá lögreglu. Síðan sagði Hákon lögreglu að hann hefði varpað líki Sri í sjóinn við Presthúsatanga á Kjalarnesi. Rannsókn lögreglu á vettvangi studdi ekki frásögn Hákonar og benti hann lögreglu að lokum á hraunsprungu í Almenningi sunnan við Hafnarfjörð þar sem lík Sri fannst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×