Bitnar verst á bráðveiku fólki 3. janúar 2005 00:01 Samdráttaraðgerðir þær sem nú eru komnar til framkvæmda á Vogi vegna fjárskorts bitna verst á fólki sem þarf endurteknar innritanir og þarf mikið á bráðaþjónustu að halda, fólki sem er mikið veikt og á erfitt með að halda sér frá vímuefnum, að sögn Þórarins Tyrfingssonar yfirlæknis. Hann lagði línurnar með starfsfólki sínu á fundi í gærmorgun. Dregið verður úr innlögnum og bráðaþjónusta og innlögnum í framhaldi af henni, verður hætt. "Það verður einungis unnið út frá biðlistum hér eins og þeir liggja fyrir," sagði Þórarinn. "Allir þeir sem eru 16 ára og fram að tvítugu eiga greiðan aðgang að spítalanum, svo og þeir sem ekki hafa verið í meðferð áður." Viðhaldsmeðferðin fyrir ópíumfíkla heldur áfram fyrir þá sem þegar voru í hana komnir, en nýir verða ekki teknir inn. "Við erum ekki farnir að sjá neina peninga í hana ennþá, ekki einu sinni þá sem við áttum að fá á síðasta ári," sagði Þórarinn. "En við reynum að halda þessu á floti áfram." Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði við Fréttablaðið nýlega, að hann vildi eiga samskipti við SÁÁ á grundvelli gildandi þjónustusamnings. Forráðamenn sjúkrahússins gætu sent formlega beiðni til ráðuneytisins um viðræður um endurskoðun samningsins ef þeim byði svo við að horfa. Spurður hvort slíkt hefði verið gert kvað Þórarinn svo ekki vera. "Það má minna á hvernig göngudeildin á Akureyri var fjármögnuð á árinu 2000, að mig minnir, þegar þurfti að færa fjármagn vegna þeirrar þjónustu sem við vorum með á Akureyri," sagði Þórarinn. "Það fjármagn var tekið af rekstrarfénu á Vogi. Þá var skilgreint að hluti af fjárveitingu Vogs ætti að fara til Akureyrar, sem þýddi að við urðum að draga saman. Mér heyrist ráðherrann vera að gefa upp boltann með það að hann ætli að leysa kostnaðinn við viðhaldsmeðferð ópíumfíkla með því að draga úr meðferð á Staðarfelli eða Vík. Ef hann ætlar ekki að fjármagna hana með því að taka upp þjónustusamninginn, þá hlýtur hann að ætla sér að taka peninga sem eru í öðrum meðferðarþáttum í þetta. Það þykir mér leiðinlegt að heyra." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Samdráttaraðgerðir þær sem nú eru komnar til framkvæmda á Vogi vegna fjárskorts bitna verst á fólki sem þarf endurteknar innritanir og þarf mikið á bráðaþjónustu að halda, fólki sem er mikið veikt og á erfitt með að halda sér frá vímuefnum, að sögn Þórarins Tyrfingssonar yfirlæknis. Hann lagði línurnar með starfsfólki sínu á fundi í gærmorgun. Dregið verður úr innlögnum og bráðaþjónusta og innlögnum í framhaldi af henni, verður hætt. "Það verður einungis unnið út frá biðlistum hér eins og þeir liggja fyrir," sagði Þórarinn. "Allir þeir sem eru 16 ára og fram að tvítugu eiga greiðan aðgang að spítalanum, svo og þeir sem ekki hafa verið í meðferð áður." Viðhaldsmeðferðin fyrir ópíumfíkla heldur áfram fyrir þá sem þegar voru í hana komnir, en nýir verða ekki teknir inn. "Við erum ekki farnir að sjá neina peninga í hana ennþá, ekki einu sinni þá sem við áttum að fá á síðasta ári," sagði Þórarinn. "En við reynum að halda þessu á floti áfram." Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði við Fréttablaðið nýlega, að hann vildi eiga samskipti við SÁÁ á grundvelli gildandi þjónustusamnings. Forráðamenn sjúkrahússins gætu sent formlega beiðni til ráðuneytisins um viðræður um endurskoðun samningsins ef þeim byði svo við að horfa. Spurður hvort slíkt hefði verið gert kvað Þórarinn svo ekki vera. "Það má minna á hvernig göngudeildin á Akureyri var fjármögnuð á árinu 2000, að mig minnir, þegar þurfti að færa fjármagn vegna þeirrar þjónustu sem við vorum með á Akureyri," sagði Þórarinn. "Það fjármagn var tekið af rekstrarfénu á Vogi. Þá var skilgreint að hluti af fjárveitingu Vogs ætti að fara til Akureyrar, sem þýddi að við urðum að draga saman. Mér heyrist ráðherrann vera að gefa upp boltann með það að hann ætli að leysa kostnaðinn við viðhaldsmeðferð ópíumfíkla með því að draga úr meðferð á Staðarfelli eða Vík. Ef hann ætlar ekki að fjármagna hana með því að taka upp þjónustusamninginn, þá hlýtur hann að ætla sér að taka peninga sem eru í öðrum meðferðarþáttum í þetta. Það þykir mér leiðinlegt að heyra."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira