Áfallið sýnir styrk baklandsins 2. janúar 2005 00:01 Full starfsemi er fyrir nokkru komin í gang hjá endurvinnslufyrirtækinu Hringrás við Sundahöfn í Reykjavík, en þar varð stórbruni 22. nóvember síðast liðinn þannig að flytja varð um sex hundruð íbúa í nágrenninu neyðarflutningum út af hættusvæði brunans. Einar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hringrásar, segir gífurlegt verk hafa beðið við hreinsun og uppbyggingu, en að því starfi hafi komið bæði núverandi og fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins. "Þó illa hafi horft um tíma þá er búið að lyfta hér Grettistaki. Þegar svona áfall dynur á kemur í ljós hvað baklandið er sterkt," segir hann og kveðst þakklátur fyrir góðan stuðning sem fyrirtækinu hafi verið sýndur. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjón varð í brunanum en Einar segir fyrirtækið vel tryggt. "Í svona tjóni er maður aldrei altryggður. Það verður óhapp og svo verður bara að vinna sig út úr því." Einar unnið hörðum höndum að fyrirbyggjandi aðgerðum til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. "Það verða settir hér upp eldveggir og verið að reisa nýjar skemmur. Svo verður bara farið eftir ítrustu kröfum í forvörnum sem og öðru," segir hann og bætir við að vinnulagi hafi verið breytt í þá veru að mun meiri áhersla sé lögð á að vinnsla fari fram jafnóðum og byrgðir losaðar út af vinnsluvæðinu. Þá segir hann ekki hafa verið þrýst á um að starfsemi fyrirtækisins verði flutt. "Enda erum við að taka mjög ábyrgt á málum," segir Einar og bendir á að fyrirtækið sinni endurvinnslu og hafi í umræðum á Alþingi verið nefnt þjóðþrifafyrirtæki. Myndir frá eldsvoðanum í Hringrás Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Full starfsemi er fyrir nokkru komin í gang hjá endurvinnslufyrirtækinu Hringrás við Sundahöfn í Reykjavík, en þar varð stórbruni 22. nóvember síðast liðinn þannig að flytja varð um sex hundruð íbúa í nágrenninu neyðarflutningum út af hættusvæði brunans. Einar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hringrásar, segir gífurlegt verk hafa beðið við hreinsun og uppbyggingu, en að því starfi hafi komið bæði núverandi og fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins. "Þó illa hafi horft um tíma þá er búið að lyfta hér Grettistaki. Þegar svona áfall dynur á kemur í ljós hvað baklandið er sterkt," segir hann og kveðst þakklátur fyrir góðan stuðning sem fyrirtækinu hafi verið sýndur. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjón varð í brunanum en Einar segir fyrirtækið vel tryggt. "Í svona tjóni er maður aldrei altryggður. Það verður óhapp og svo verður bara að vinna sig út úr því." Einar unnið hörðum höndum að fyrirbyggjandi aðgerðum til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. "Það verða settir hér upp eldveggir og verið að reisa nýjar skemmur. Svo verður bara farið eftir ítrustu kröfum í forvörnum sem og öðru," segir hann og bætir við að vinnulagi hafi verið breytt í þá veru að mun meiri áhersla sé lögð á að vinnsla fari fram jafnóðum og byrgðir losaðar út af vinnsluvæðinu. Þá segir hann ekki hafa verið þrýst á um að starfsemi fyrirtækisins verði flutt. "Enda erum við að taka mjög ábyrgt á málum," segir Einar og bendir á að fyrirtækið sinni endurvinnslu og hafi í umræðum á Alþingi verið nefnt þjóðþrifafyrirtæki. Myndir frá eldsvoðanum í Hringrás
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira