Innlent

Eldur á Ásólfsstöðum

Eldur kviknaði á bænum Ásólfsstöðum í Gnúpverjahreppi í gær. Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um brunann klukkan 14.03 og fór allt tiltækt slökkvulið Gnúpverja og af Flúðum á staðinn ásamt lögreglu. Þegar lögregla kom á stað var mikill eldur í vélageymslu þar sem inni voru heyvélar, traktorar, vélsleðar og ýmis verkfæri. Við hliðina á geymslunni stendur útihús þar sem á annað tug skepna var inni. Þegar lögreglunni bar að garði var eldur kominn í þak útihússins en slökkvulið náði að slökkva þann eld og verja útihúsið. Illa tókst að ráða niðurlotum eldsins og náðist það ekki fyrr en seinni partinn í gær. Talið er að eldur hafi kviknað þegar verið var að gangsetja vélsleða í geymslunni. Allt í geymslunni er eyðilagt og er hún að grunni kominn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×