Dreifum áhættunni 29. desember 2005 12:05 Björgólfur Thor Björgólfsson er vel að því kominn að hafa verið valinn viðskiptamaður ársins í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins um markaðs- og viðskiptamál. Það var sérstök dómnefnd skipuð fræðimönnum og óháðum sérfræðingum sem sá um valið fyrir Markaðinn. Fjármálaveldi þeirra Björgólfsfeðga byggist á velgengni þeirra í bjórframleiðslu í Pétursborg í Rússlandi, þegar þeir fluttu þangað bruggverksmiðju á réttan stað á réttum tíma, þegar miklar breytingar voru að verða á fjármála- og stjórnmálalífinu í Sovétríkjunum fyrrverandi. Eftir að hafa byggt upp mikið bjórveldi í Pétursborg héldu þeir þaðan með fullar hendur fjár, sem þeir hafa ávaxtað ríkulega síðan. Það þarf enginn að halda því fram að fjárfestingin og uppbyggingin í Rússlandi hafi verið auðveld og án áhættu. Þvert á móti tóku þremenningarnir, mikla áhættu þar, en þeim tókst það sem mörgum öðrum hefur ekki tekist á viðskiptasviðinu í Rússlandi. Þetta er einmitt það sem margir hafa haft áhyggjur af, því ef bakslag verður á fjármálamarkaðnum og eitt fyrirtæki verður illa úti, að önnur tengd fyrirtæki fái líka skell. Þarna talar maður með alþjóðlega reynslu og ættu menn að leggja við hlustir. Björgólfur Thor fer nokkrum orðum um íslensku útrásina svokölluðu í Markaðnum í tilefni af valinu á viðskiptamanni ársins . Þar segir hann : "Það sem ég hef mestar áhyggjur af er ef menn hanga allir á sama flekanum. Ef það kemur gat á flekann þá er ekki hægt að stökkva á annan fleka. Það væri mjög heppilegt fyrir íslenska fjárfesta ef þeir tækju í meiri mæli upp samstarf við erlenda fjárfesta og erlendar fjármálastofnanir." Og síðar: "Það býður hættunni heim ef sömu aðilar fjárfesta alltaf saman og með sömu fjármálastofnanir á bak við sig," sagði hinn ungi íslenski fjármálajöfur í viðtali við Markaðinn. Þetta er einmitt það sem margir hafa haft áhyggjur af, því ef bakslag verður á fjármálamarkaðnum og eitt fyrirtæki verður illa úti, að önnur tengd fyrirtæki fái líka skell. Þarna talar maður með alþjóðlega reynslu og ættu menn að leggja við hlustir. Það er líka athyglisvert sem Björgólfur Thor segir síðar í samtalinu í Markaðnum: "Menn eru að vinna að því að tengja viðskiptalífið við metnaðarfull þjóðfélagsverkefni. Það er mjög gott þegar það næst. Það er fyrst á þessu ári sem ég hef farið að velta slíku fyrir mér af alvöru." Ekki er óhugsandi að augu Björgólfs Thors hafi opnast fyrir ýmsum þjóðfélagsverkefnum, þar sem hann hefur fjárfest í fjarskipta -og lyfjafyrirtækjum í gömlu austantjaldslöndum, þar sem enn er mikið verk óunnið í þágu samfélagsins á mörgum sviðum. Miklar framfarir hafa orðið í þessum löndum á síðustu árum, en laun eru þarna lág og kröfur manna hafa ekki verið miklar, sérstaklega í dreifðum byggðum þessara landa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun
Björgólfur Thor Björgólfsson er vel að því kominn að hafa verið valinn viðskiptamaður ársins í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins um markaðs- og viðskiptamál. Það var sérstök dómnefnd skipuð fræðimönnum og óháðum sérfræðingum sem sá um valið fyrir Markaðinn. Fjármálaveldi þeirra Björgólfsfeðga byggist á velgengni þeirra í bjórframleiðslu í Pétursborg í Rússlandi, þegar þeir fluttu þangað bruggverksmiðju á réttan stað á réttum tíma, þegar miklar breytingar voru að verða á fjármála- og stjórnmálalífinu í Sovétríkjunum fyrrverandi. Eftir að hafa byggt upp mikið bjórveldi í Pétursborg héldu þeir þaðan með fullar hendur fjár, sem þeir hafa ávaxtað ríkulega síðan. Það þarf enginn að halda því fram að fjárfestingin og uppbyggingin í Rússlandi hafi verið auðveld og án áhættu. Þvert á móti tóku þremenningarnir, mikla áhættu þar, en þeim tókst það sem mörgum öðrum hefur ekki tekist á viðskiptasviðinu í Rússlandi. Þetta er einmitt það sem margir hafa haft áhyggjur af, því ef bakslag verður á fjármálamarkaðnum og eitt fyrirtæki verður illa úti, að önnur tengd fyrirtæki fái líka skell. Þarna talar maður með alþjóðlega reynslu og ættu menn að leggja við hlustir. Björgólfur Thor fer nokkrum orðum um íslensku útrásina svokölluðu í Markaðnum í tilefni af valinu á viðskiptamanni ársins . Þar segir hann : "Það sem ég hef mestar áhyggjur af er ef menn hanga allir á sama flekanum. Ef það kemur gat á flekann þá er ekki hægt að stökkva á annan fleka. Það væri mjög heppilegt fyrir íslenska fjárfesta ef þeir tækju í meiri mæli upp samstarf við erlenda fjárfesta og erlendar fjármálastofnanir." Og síðar: "Það býður hættunni heim ef sömu aðilar fjárfesta alltaf saman og með sömu fjármálastofnanir á bak við sig," sagði hinn ungi íslenski fjármálajöfur í viðtali við Markaðinn. Þetta er einmitt það sem margir hafa haft áhyggjur af, því ef bakslag verður á fjármálamarkaðnum og eitt fyrirtæki verður illa úti, að önnur tengd fyrirtæki fái líka skell. Þarna talar maður með alþjóðlega reynslu og ættu menn að leggja við hlustir. Það er líka athyglisvert sem Björgólfur Thor segir síðar í samtalinu í Markaðnum: "Menn eru að vinna að því að tengja viðskiptalífið við metnaðarfull þjóðfélagsverkefni. Það er mjög gott þegar það næst. Það er fyrst á þessu ári sem ég hef farið að velta slíku fyrir mér af alvöru." Ekki er óhugsandi að augu Björgólfs Thors hafi opnast fyrir ýmsum þjóðfélagsverkefnum, þar sem hann hefur fjárfest í fjarskipta -og lyfjafyrirtækjum í gömlu austantjaldslöndum, þar sem enn er mikið verk óunnið í þágu samfélagsins á mörgum sviðum. Miklar framfarir hafa orðið í þessum löndum á síðustu árum, en laun eru þarna lág og kröfur manna hafa ekki verið miklar, sérstaklega í dreifðum byggðum þessara landa.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun