Skynsamlegar tillögur 20. desember 2005 00:01 Ný skýrsla mannréttindastjóra Evrópuráðsins um íslensk málefni geymir ýmsar skynsamlegar tillögur sem Alþingi og ríkisstjórn ættu að taka til gaumgæfilegrar skoðunar. Þetta á ekki síst við um aðferðir við val á dómurum í hæstarétt og um mikilvægi þess að ríkisvaldið styðji við bakið á óháðum mannréttindasamtökum. Í skýrslunni kemur fram að mannréttindaskrifstofa Evrópuráðsins hefur veitt athygli þeim miklu umræðum og deilum sem hér hafa orðið í framhaldi af skipun tveggja hæstaréttardómara á síðasta ári. Mannréttindastjórinn tekur eðlilega ekki afstöðu til einstakra mála en mælir með því að endurskoðaðar verði þær aðferðir sem notaðar eru til að velja dómara í hæstarétt í því skyni að tryggja betur sjálfstæði réttarins. Er í því sambandi bent á hvernig mál hafa þróast á Norðurlöndum undanfarin ár. Þótt ríkisstjórnir hafi hinn formlega skipunarrétt dómara með höndum segir mannréttindastjórinn að vandað, lögbundið ráðningarferli tryggi að ekki sé gengið gegn faglegum sjónarmiðum. Dómstólar, dómarar og dómar eru meira í sviðsljósinu en nokkru sinni fyrr. Sú tíð er liðin að það var talið óviðeigandi að gagnrýna niðurstöður dómstóla á opinberum vettvangi. Gerðar eru meiri kröfur en áður til menntunar og þekkingar dómara. Það sjónarmið er ríkjandi í þjóðfélaginu að dómara beri eingöngu að velja á grundvelli hæfni og faglegs mats. Það skapar tortryggni og skaðar réttarkerfið þegar ráðherrar fara aðrir leiðir og telja eigið mat mikilvægara en faglegt ráðningarferli. Þetta er stundum klætt í þann búning að pólitísk ábyrgð þurfi að búa að baki skipun dómara í embætti. Veruleikinn er hins vegar sá að hér á landi hefur gengið afleitlega að koma fram pólitískri ábyrgð ráðherra. Ráðherrar sitja að auki skamman tíma að völdum en embættismenn um langt árabil. Þetta er því marklítil viðbára. Sorglegt er að sjá hvernig fjárveitingar til Mannréttindaskrifstofu Íslands hafa verið afgreiddar á Alþingi. Yfir því máli öllu er lítil reisn. Það er rétt hjá mannréttindastjóra Evrópuráðsins að óháð mannréttindasamtök, sem hafa fjárhagslegt bolmagn til að beita sér, eru mikilvæg í sérhverju lýðræðisríki. Ef ríkisstjórnin hefur af einhverjum ástæðum efasemdir um núverandi Mannréttindaskrifstofu gæti hún beitt sér fyrir nýjum samtökum á þessu sviði sem sátt mundi ríkja um. Hafa ber í huga að togstreitan á milli Mannréttindaskrifstofunnar og dómsmálaráðuneytisins í þessu máli hefur fyrst og fremst skaðað ráðuneytið og viðkomandi ráðherra. Gott er að vita til þess að erlendir aðilar, sem njóta tiltrúar, fylgjast með stjórnsýslu á Íslandi. Aðhaldið sem af slíku leiðir hefur áður leitt af sér framfarir og umbætur. Vonandi verður skýrsla mannréttindastjóra Evrópuráðsins einnig lóð á þær vogarskálar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Skoðanir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun
Ný skýrsla mannréttindastjóra Evrópuráðsins um íslensk málefni geymir ýmsar skynsamlegar tillögur sem Alþingi og ríkisstjórn ættu að taka til gaumgæfilegrar skoðunar. Þetta á ekki síst við um aðferðir við val á dómurum í hæstarétt og um mikilvægi þess að ríkisvaldið styðji við bakið á óháðum mannréttindasamtökum. Í skýrslunni kemur fram að mannréttindaskrifstofa Evrópuráðsins hefur veitt athygli þeim miklu umræðum og deilum sem hér hafa orðið í framhaldi af skipun tveggja hæstaréttardómara á síðasta ári. Mannréttindastjórinn tekur eðlilega ekki afstöðu til einstakra mála en mælir með því að endurskoðaðar verði þær aðferðir sem notaðar eru til að velja dómara í hæstarétt í því skyni að tryggja betur sjálfstæði réttarins. Er í því sambandi bent á hvernig mál hafa þróast á Norðurlöndum undanfarin ár. Þótt ríkisstjórnir hafi hinn formlega skipunarrétt dómara með höndum segir mannréttindastjórinn að vandað, lögbundið ráðningarferli tryggi að ekki sé gengið gegn faglegum sjónarmiðum. Dómstólar, dómarar og dómar eru meira í sviðsljósinu en nokkru sinni fyrr. Sú tíð er liðin að það var talið óviðeigandi að gagnrýna niðurstöður dómstóla á opinberum vettvangi. Gerðar eru meiri kröfur en áður til menntunar og þekkingar dómara. Það sjónarmið er ríkjandi í þjóðfélaginu að dómara beri eingöngu að velja á grundvelli hæfni og faglegs mats. Það skapar tortryggni og skaðar réttarkerfið þegar ráðherrar fara aðrir leiðir og telja eigið mat mikilvægara en faglegt ráðningarferli. Þetta er stundum klætt í þann búning að pólitísk ábyrgð þurfi að búa að baki skipun dómara í embætti. Veruleikinn er hins vegar sá að hér á landi hefur gengið afleitlega að koma fram pólitískri ábyrgð ráðherra. Ráðherrar sitja að auki skamman tíma að völdum en embættismenn um langt árabil. Þetta er því marklítil viðbára. Sorglegt er að sjá hvernig fjárveitingar til Mannréttindaskrifstofu Íslands hafa verið afgreiddar á Alþingi. Yfir því máli öllu er lítil reisn. Það er rétt hjá mannréttindastjóra Evrópuráðsins að óháð mannréttindasamtök, sem hafa fjárhagslegt bolmagn til að beita sér, eru mikilvæg í sérhverju lýðræðisríki. Ef ríkisstjórnin hefur af einhverjum ástæðum efasemdir um núverandi Mannréttindaskrifstofu gæti hún beitt sér fyrir nýjum samtökum á þessu sviði sem sátt mundi ríkja um. Hafa ber í huga að togstreitan á milli Mannréttindaskrifstofunnar og dómsmálaráðuneytisins í þessu máli hefur fyrst og fremst skaðað ráðuneytið og viðkomandi ráðherra. Gott er að vita til þess að erlendir aðilar, sem njóta tiltrúar, fylgjast með stjórnsýslu á Íslandi. Aðhaldið sem af slíku leiðir hefur áður leitt af sér framfarir og umbætur. Vonandi verður skýrsla mannréttindastjóra Evrópuráðsins einnig lóð á þær vogarskálar.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun