Sagandi konur sýna 7. desember 2005 15:45 Fjórar af sex. Kanínan er hluti af sýningunni sem nú stendur yfir hjá Sævari Karli. "Sagandi er hægur jafn vindur, samkvæmt orðabókinni," segir Ólöf Björg Björnsdóttir, ein af sex myndlistarkonum sem opnuðu um síðustu helgi sýningu í galleríi Sævars Karls við Bankastræti. Yfirskrift sýningarinnar er Sagandi, orð sem þær heilluðust af og sjá ýmsar merkingar í. "Í þessu orði er bæði saga og andi," segir Ólöf Björg, en í sýningarskrá segir að orðið hvorki skilgreini sýninguna né setji henni mörk heldur geri það "tengingar og hvörf óljós þar sem fátt verður nokkurn tíma fullskilgreint og afmarkað". Þær hafa því býsna frjálsar hendur en Ólöf segir þær hafa lagt mikið upp úr því að hafa ljúfa og mjúka stemningu í sýningarsalnum. "Við breyttum lýsingunni í salnum, settum upp aðra kastara til að fá þessa mýkt. Verkin verða ljóðrænni í þannig rými." Auk Ólafar eiga þær Hrund Jóhannesdóttir, Hlaðgerður Íris Björnsdóttir, Kolbrá Bragadóttir, Kristín Helga Káradóttir og Margrét M. Norðdahl verk á sýningunni. "Hver okkar sýnir eitt verk en það getur verið samsett úr mörgum þáttum," segir Ólöf Björg, sem sjálf sýnir málverk af konu. Málverkið er í glerkassa og í kassanum er einnig lifandi kanína sem listakonan tekur með sér heim á kvöldin. Á sýningunni gætir annars ýmissa grasa. Þar má líta málverk og skúlptúra af ýmsu tagi. Þannig sýnir Hrund öndvegissúlu, Hlaðgerður Íris kemur með framtíðarsýn, Kolbrá er með kynlausan Elvis, Kristín Helga með flæðarmál og Margrét með söfnunarseríu. Ólöf Björg segir einlægnina ráða ríkjum í samstarfi þeirra. "Okkur er öllum alvara með því sem við erum að gera og svo magnast krafturinn þegar við komum saman í staðinn fyrir að vera alltaf hver í sínu horni að gera eitthvað." Sýningunni lýkur á aðfangadag og verður opin á sama tíma og verslun Sævars Karls. Menning Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Sagandi er hægur jafn vindur, samkvæmt orðabókinni," segir Ólöf Björg Björnsdóttir, ein af sex myndlistarkonum sem opnuðu um síðustu helgi sýningu í galleríi Sævars Karls við Bankastræti. Yfirskrift sýningarinnar er Sagandi, orð sem þær heilluðust af og sjá ýmsar merkingar í. "Í þessu orði er bæði saga og andi," segir Ólöf Björg, en í sýningarskrá segir að orðið hvorki skilgreini sýninguna né setji henni mörk heldur geri það "tengingar og hvörf óljós þar sem fátt verður nokkurn tíma fullskilgreint og afmarkað". Þær hafa því býsna frjálsar hendur en Ólöf segir þær hafa lagt mikið upp úr því að hafa ljúfa og mjúka stemningu í sýningarsalnum. "Við breyttum lýsingunni í salnum, settum upp aðra kastara til að fá þessa mýkt. Verkin verða ljóðrænni í þannig rými." Auk Ólafar eiga þær Hrund Jóhannesdóttir, Hlaðgerður Íris Björnsdóttir, Kolbrá Bragadóttir, Kristín Helga Káradóttir og Margrét M. Norðdahl verk á sýningunni. "Hver okkar sýnir eitt verk en það getur verið samsett úr mörgum þáttum," segir Ólöf Björg, sem sjálf sýnir málverk af konu. Málverkið er í glerkassa og í kassanum er einnig lifandi kanína sem listakonan tekur með sér heim á kvöldin. Á sýningunni gætir annars ýmissa grasa. Þar má líta málverk og skúlptúra af ýmsu tagi. Þannig sýnir Hrund öndvegissúlu, Hlaðgerður Íris kemur með framtíðarsýn, Kolbrá er með kynlausan Elvis, Kristín Helga með flæðarmál og Margrét með söfnunarseríu. Ólöf Björg segir einlægnina ráða ríkjum í samstarfi þeirra. "Okkur er öllum alvara með því sem við erum að gera og svo magnast krafturinn þegar við komum saman í staðinn fyrir að vera alltaf hver í sínu horni að gera eitthvað." Sýningunni lýkur á aðfangadag og verður opin á sama tíma og verslun Sævars Karls.
Menning Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira