Sagandi konur sýna 7. desember 2005 15:45 Fjórar af sex. Kanínan er hluti af sýningunni sem nú stendur yfir hjá Sævari Karli. "Sagandi er hægur jafn vindur, samkvæmt orðabókinni," segir Ólöf Björg Björnsdóttir, ein af sex myndlistarkonum sem opnuðu um síðustu helgi sýningu í galleríi Sævars Karls við Bankastræti. Yfirskrift sýningarinnar er Sagandi, orð sem þær heilluðust af og sjá ýmsar merkingar í. "Í þessu orði er bæði saga og andi," segir Ólöf Björg, en í sýningarskrá segir að orðið hvorki skilgreini sýninguna né setji henni mörk heldur geri það "tengingar og hvörf óljós þar sem fátt verður nokkurn tíma fullskilgreint og afmarkað". Þær hafa því býsna frjálsar hendur en Ólöf segir þær hafa lagt mikið upp úr því að hafa ljúfa og mjúka stemningu í sýningarsalnum. "Við breyttum lýsingunni í salnum, settum upp aðra kastara til að fá þessa mýkt. Verkin verða ljóðrænni í þannig rými." Auk Ólafar eiga þær Hrund Jóhannesdóttir, Hlaðgerður Íris Björnsdóttir, Kolbrá Bragadóttir, Kristín Helga Káradóttir og Margrét M. Norðdahl verk á sýningunni. "Hver okkar sýnir eitt verk en það getur verið samsett úr mörgum þáttum," segir Ólöf Björg, sem sjálf sýnir málverk af konu. Málverkið er í glerkassa og í kassanum er einnig lifandi kanína sem listakonan tekur með sér heim á kvöldin. Á sýningunni gætir annars ýmissa grasa. Þar má líta málverk og skúlptúra af ýmsu tagi. Þannig sýnir Hrund öndvegissúlu, Hlaðgerður Íris kemur með framtíðarsýn, Kolbrá er með kynlausan Elvis, Kristín Helga með flæðarmál og Margrét með söfnunarseríu. Ólöf Björg segir einlægnina ráða ríkjum í samstarfi þeirra. "Okkur er öllum alvara með því sem við erum að gera og svo magnast krafturinn þegar við komum saman í staðinn fyrir að vera alltaf hver í sínu horni að gera eitthvað." Sýningunni lýkur á aðfangadag og verður opin á sama tíma og verslun Sævars Karls. Menning Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
"Sagandi er hægur jafn vindur, samkvæmt orðabókinni," segir Ólöf Björg Björnsdóttir, ein af sex myndlistarkonum sem opnuðu um síðustu helgi sýningu í galleríi Sævars Karls við Bankastræti. Yfirskrift sýningarinnar er Sagandi, orð sem þær heilluðust af og sjá ýmsar merkingar í. "Í þessu orði er bæði saga og andi," segir Ólöf Björg, en í sýningarskrá segir að orðið hvorki skilgreini sýninguna né setji henni mörk heldur geri það "tengingar og hvörf óljós þar sem fátt verður nokkurn tíma fullskilgreint og afmarkað". Þær hafa því býsna frjálsar hendur en Ólöf segir þær hafa lagt mikið upp úr því að hafa ljúfa og mjúka stemningu í sýningarsalnum. "Við breyttum lýsingunni í salnum, settum upp aðra kastara til að fá þessa mýkt. Verkin verða ljóðrænni í þannig rými." Auk Ólafar eiga þær Hrund Jóhannesdóttir, Hlaðgerður Íris Björnsdóttir, Kolbrá Bragadóttir, Kristín Helga Káradóttir og Margrét M. Norðdahl verk á sýningunni. "Hver okkar sýnir eitt verk en það getur verið samsett úr mörgum þáttum," segir Ólöf Björg, sem sjálf sýnir málverk af konu. Málverkið er í glerkassa og í kassanum er einnig lifandi kanína sem listakonan tekur með sér heim á kvöldin. Á sýningunni gætir annars ýmissa grasa. Þar má líta málverk og skúlptúra af ýmsu tagi. Þannig sýnir Hrund öndvegissúlu, Hlaðgerður Íris kemur með framtíðarsýn, Kolbrá er með kynlausan Elvis, Kristín Helga með flæðarmál og Margrét með söfnunarseríu. Ólöf Björg segir einlægnina ráða ríkjum í samstarfi þeirra. "Okkur er öllum alvara með því sem við erum að gera og svo magnast krafturinn þegar við komum saman í staðinn fyrir að vera alltaf hver í sínu horni að gera eitthvað." Sýningunni lýkur á aðfangadag og verður opin á sama tíma og verslun Sævars Karls.
Menning Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira