Aðeins fyrir karla fyrir utan Vigdísi 30. nóvember 2005 14:00 "Við vonumst til þess að fylla salinn af körlum," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra, sem boðar til karlaráðstefnu um jafnréttismál í Salnum í Kópavogi á morgun. Einungis karlar fá að taka til máls á ráðstefnunni, með einni undantekningu þó því Vigdís Finnbogadóttir ávarpar ráðstefnuna og situr hana sem heiðursgestur og verndari. Upphaflega er þetta hugmynd Vigdísar sem hún setti fram á ráðstefnu í Borgarleikhúsinu fyrir ári, þar sem hún leit fram í salinn og spurði: Hvar eru karlarnir? Árni tók Vigdísi á orðinu og þau hittust til að ræða þessa hugmynd, að halda sérstaka karlaráðstefnu um jafnréttismál. Árni hefur síðan unnið að undirbúningi ráðstefnunnar ásamt þeim Bjarna Ármannssyni, Gunnari Páli Pálssyni, Ingólfi V. Gíslasyni, Ólafi Stephensen og Runólfi Ágústssyni. Allir munu þeir flytja framsöguerindi á ráðstefnunni og einnig mun Þráinn Bertelsson flytja þar erindi. Ennfremur stýrir Egill Helgason tvennum pallborðsumræðum. Á öðru pallborðinu sitja ungir karlmenn úr stjórnmálaflokkunum en á hinu pallborðinu reynsluboltar sem unnið hafa að ýmsum þáttum sem snúa að jafnréttismálum frá sjónarhóli karla. Árni segir uppsetningu ráðstefnunnar sérstaklega miðast við að hún falli að óskum karla. "Þetta verða stutt og hnitmiðuð erindi, brotin upp með kaffihléi og pallborðsumræðum. Vonandi verður síðan snörp umræða og skörp. Ekki verður gert ráð fyrir því að konur sæki ráðstefnuna, að Vigdísi undanskilinni. Nokkuð margar konur hafa hins vegar sagt við mig að þær gætu alveg hugsað sér að vera fluga á vegg. En ég get huggað þær með því að ráðstefnan verður tekin upp og hún verður aðgengileg á netinu innan fárra daga." Menning Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Fleiri fréttir Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Sjá meira
"Við vonumst til þess að fylla salinn af körlum," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra, sem boðar til karlaráðstefnu um jafnréttismál í Salnum í Kópavogi á morgun. Einungis karlar fá að taka til máls á ráðstefnunni, með einni undantekningu þó því Vigdís Finnbogadóttir ávarpar ráðstefnuna og situr hana sem heiðursgestur og verndari. Upphaflega er þetta hugmynd Vigdísar sem hún setti fram á ráðstefnu í Borgarleikhúsinu fyrir ári, þar sem hún leit fram í salinn og spurði: Hvar eru karlarnir? Árni tók Vigdísi á orðinu og þau hittust til að ræða þessa hugmynd, að halda sérstaka karlaráðstefnu um jafnréttismál. Árni hefur síðan unnið að undirbúningi ráðstefnunnar ásamt þeim Bjarna Ármannssyni, Gunnari Páli Pálssyni, Ingólfi V. Gíslasyni, Ólafi Stephensen og Runólfi Ágústssyni. Allir munu þeir flytja framsöguerindi á ráðstefnunni og einnig mun Þráinn Bertelsson flytja þar erindi. Ennfremur stýrir Egill Helgason tvennum pallborðsumræðum. Á öðru pallborðinu sitja ungir karlmenn úr stjórnmálaflokkunum en á hinu pallborðinu reynsluboltar sem unnið hafa að ýmsum þáttum sem snúa að jafnréttismálum frá sjónarhóli karla. Árni segir uppsetningu ráðstefnunnar sérstaklega miðast við að hún falli að óskum karla. "Þetta verða stutt og hnitmiðuð erindi, brotin upp með kaffihléi og pallborðsumræðum. Vonandi verður síðan snörp umræða og skörp. Ekki verður gert ráð fyrir því að konur sæki ráðstefnuna, að Vigdísi undanskilinni. Nokkuð margar konur hafa hins vegar sagt við mig að þær gætu alveg hugsað sér að vera fluga á vegg. En ég get huggað þær með því að ráðstefnan verður tekin upp og hún verður aðgengileg á netinu innan fárra daga."
Menning Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Fleiri fréttir Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning