Sport

Svekkjandi jafntefli

Snorri Steinn Guðjónsson var ekki sáttur. "Það er engin spurning að við vorum betri aðilinn í þessum leik, við vorum samt sem áður ekki að spila jafn vel og í gær en við vissum að Norðmennirnir kæmu grimmir til leiks og við vorum í stökustu vandræðum með varnarleikinn í fyrri hálfleik.

Vörnin lagaðist aðeins í þeim seinni og þá náðum við nokkrum hraðaupphlaupum sem skiluðu okkur fínu forskoti og eingöngu fyirir okkar eigin klaufaskap þá missum við þetta niður í jafntefli og við getum bara sjálfum okkur um kennt." Snorri Steinn átti frábæran leik en hann lék við hverng sinn fingur og skoraði tíu mörk og var besti maður Íslands í leiknum: "Ég átti ágætis leik en það er alltaf hægt að gera betur. Stigin voru ekki tvö heldur bara eitt og það er nokkuð sem við erum alls ekki sáttir með."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×