Sport

Frestar atvinnumennskunni

Bjarni Ólafur stóð sig vel síðastliðið sumar og spilaði meðal annars sinn fyrsta A-landsleik.
Bjarni Ólafur stóð sig vel síðastliðið sumar og spilaði meðal annars sinn fyrsta A-landsleik.

Bjarni Ólafur Eiríksson, varnarmaðurinn sterki úr Val, frestaði för sinni í heim atvinnumennskunnar og lét skólann ganga fyrir. Bjarni Ólafur stundar nám við Kennaraháskóla Íslands og þar sem hann hafði misst mikið úr skólanum frestaði hann því að fara til reynslu hjá Midtjylland í Danmörku og Lyn í Noregi sem bæði vildu fá hann til sín.

"Ég veit ekki betur en að þetta standi mér ennþá til boða og því ætla ég að reyna að fara þegar ég er búinn í prófum, sem er um miðjan desember eða þá strax eftir áramót. Það er enginn spurning um það að ég er spenntur fyrir að fara þarna út og hefja atvinnumennskuna á Norður­löndunum og vonandi get ég farið fljótlega eftir prófin," sagði Bjarni Ólafur við Fréttablaðið í gær. Bjarni á eitt ár eftir af samningi sínum við Val og gerir hann fastlega ráð fyrir því að vera áfram hjá liðinu fari hann ekki í atvinnumennskuna á næstunni: "Jú, ég geri ráð fyrir því en ég á bara eitt ár eftir af samningnum og ef ég fer ekki út þarf ég aðeins að setjast niður og skoða mín mál."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×