Aðventan 27. nóvember 2005 06:00 Fyrsta sunnudegi í aðventu fylgir jafnan mikill hátíðleiki því það er þá sem margir skynja í raun og veru nálægð jólanna, þeirrar miklu hátíðar kristinna manna. Því verður ekki neitað að nú á dögum verða menn fyrr varir við nálægð jólanna en á aðventunni því löngu áður erum við minnt á þau í verslunum og víðar. Finnst mörgum nóg um hve snemma er farið að minna á jólin en það er með þetta eins og svo margt annað að straumar að utan hafa þessi áhrif og því verður ekki breytt. Kirkjunnar menn verða að lifa með þessu og laga sig að breytingunum. Á aðventunni er gjarnan blómlegt kirkju- og tónlistarlíf. Hún er eins konar uppskeruhátíð kirkjukóra og annarra sem halda uppi tónlistarlífi í kirkjum landsins. Þar kemur gjarnan fram tónlistarfólk sem er að feta sig áfram á listabrautinni og er það mikilvægur vettvangur fyrir marga. Það er yfirleitt sammerkt með aðventusamkomum og tónleikum í kirkjum landsins á þessum tíma að þar koma listamenn fram í sjálfboðavinnu og aðgangur er frjáls. Þetta er í anda kirkjunnar svo allir geti notið þess sem á borð er borið. Á fyrsta sunnudegi í aðventu kveikja margir á fyrsta kertinu á aðventukransinum. Þótt aðventukransinn með sínum fjórum kertum sé orðinn fastur liður í jólahaldinu á fjölmörgum heimilum er hann síðari tíma siður, að ekki sé talað um sjö arma jólaljós í gluggum margra húsa. Tilkomu þeirra ljósa hér á landi má rekja til Gunnars Ásgeirssonar stórkaupmanns, sem flutti slík ljós inn frá Svíþjóð á sínum tíma. Kerti og ljósaskreytingar tilheyra aðventu og jólum en í þeim efnum eins og svo mörgum öðrum hafa sumir farið offari. Það er ákaflega vinalegt að sjá á þessum tíma ljósaskreytingar á almannafæri og í og við heimahús, ef þar er gætt hófsemi. Sérstaklega er ánægjulegt að sjá í sveitum landsins ljósum skreytta og upplýsta sveitabæi í vetrarmyrkrinu, það styttir skammdegið hjá mörgum og lífgar upp á tilveruna. Annað orð fyrir aðventu er jólafasta en samkvæmt gömlum sið áttu menn þá að halda í við sig í mat og drykk. Jólafasta er nú hins vegar orðin að öfugmæli, því margir munu sjaldan eða aldrei sporðrenna meiri mat og gera betur við sig í þeim efnum en á aðventunni. Jólahlaðborð og jólamáltíðir af ýmsum toga eru núverið fastur liður hjá mörgum á aðventunni svo maður hefur stundum á tilfinningunni að jólamáltíðirnar sjálfar hverfi í skuggann af veisluhöldunum á jólaföstunni. Það er full ástæða til að njóta aðventunnar og gæta hófs í öllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun
Fyrsta sunnudegi í aðventu fylgir jafnan mikill hátíðleiki því það er þá sem margir skynja í raun og veru nálægð jólanna, þeirrar miklu hátíðar kristinna manna. Því verður ekki neitað að nú á dögum verða menn fyrr varir við nálægð jólanna en á aðventunni því löngu áður erum við minnt á þau í verslunum og víðar. Finnst mörgum nóg um hve snemma er farið að minna á jólin en það er með þetta eins og svo margt annað að straumar að utan hafa þessi áhrif og því verður ekki breytt. Kirkjunnar menn verða að lifa með þessu og laga sig að breytingunum. Á aðventunni er gjarnan blómlegt kirkju- og tónlistarlíf. Hún er eins konar uppskeruhátíð kirkjukóra og annarra sem halda uppi tónlistarlífi í kirkjum landsins. Þar kemur gjarnan fram tónlistarfólk sem er að feta sig áfram á listabrautinni og er það mikilvægur vettvangur fyrir marga. Það er yfirleitt sammerkt með aðventusamkomum og tónleikum í kirkjum landsins á þessum tíma að þar koma listamenn fram í sjálfboðavinnu og aðgangur er frjáls. Þetta er í anda kirkjunnar svo allir geti notið þess sem á borð er borið. Á fyrsta sunnudegi í aðventu kveikja margir á fyrsta kertinu á aðventukransinum. Þótt aðventukransinn með sínum fjórum kertum sé orðinn fastur liður í jólahaldinu á fjölmörgum heimilum er hann síðari tíma siður, að ekki sé talað um sjö arma jólaljós í gluggum margra húsa. Tilkomu þeirra ljósa hér á landi má rekja til Gunnars Ásgeirssonar stórkaupmanns, sem flutti slík ljós inn frá Svíþjóð á sínum tíma. Kerti og ljósaskreytingar tilheyra aðventu og jólum en í þeim efnum eins og svo mörgum öðrum hafa sumir farið offari. Það er ákaflega vinalegt að sjá á þessum tíma ljósaskreytingar á almannafæri og í og við heimahús, ef þar er gætt hófsemi. Sérstaklega er ánægjulegt að sjá í sveitum landsins ljósum skreytta og upplýsta sveitabæi í vetrarmyrkrinu, það styttir skammdegið hjá mörgum og lífgar upp á tilveruna. Annað orð fyrir aðventu er jólafasta en samkvæmt gömlum sið áttu menn þá að halda í við sig í mat og drykk. Jólafasta er nú hins vegar orðin að öfugmæli, því margir munu sjaldan eða aldrei sporðrenna meiri mat og gera betur við sig í þeim efnum en á aðventunni. Jólahlaðborð og jólamáltíðir af ýmsum toga eru núverið fastur liður hjá mörgum á aðventunni svo maður hefur stundum á tilfinningunni að jólamáltíðirnar sjálfar hverfi í skuggann af veisluhöldunum á jólaföstunni. Það er full ástæða til að njóta aðventunnar og gæta hófs í öllu.