Hvorki reiður né þakklátur Guðjóni Þórðarsyni 24. nóvember 2005 08:30 Guðni greinir frá frægum samskiptum sínum við Guðjón Þórðarson í bókinni en hann er ekki ánægður með framkomu Guðjóns í sinn garð. fréttablaðið/valli Það er fáir íslenskir knattspyrnumenn sem státa af eins glæsilegum knattspyrnuferli og Guðni Bergsson. Fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur skráð sögu Guðna sem er ekki ævisaga heldur fótboltasaga, Í bókinni er ferill Guðna rakinn ítarlega frá uppeldinu hjá Val til tímans hjá Tottenham og Bolton. Saga Guðna með landsliðinu er ekki undanskilin en sú saga var ekki eins glæst og hún hefði getað verið. Ástæðan var ágreiningur við Guðjón Þórðarson, þáverandi landsliðsþjálfara, sem leiddi til þess að Guðni heyrði ekki frá knattspyrnuforystunni á Íslandi í fimm ár. Margar sögur hafa verið á kreiki um ástæður þess að kastaðist í kekki á milli Guðna og Guðjóns. Guðni segir frá sinni hlið mála í bókinni. Sagan um samskipti Guðna og Guðjóns er athyglisverð en Guðni lenti tvisvar í umdeildum málum með landsliðinu. Þeir félagar hittust þrátt fyrir það á kaffihúsi síðar og grófu stríðsöxina. Fór afar vel á með þeim að því er fram kemur í bókinni. "Hann var mjög opinskár og einlægur. Við vorum eiginlega komnir á trúnaðarstigið, eins og sagt er, yfir kaffinu. Það lá við að við féllumst í faðma þegar við skildum. En við létum nægja að takast í hendur og hann sagði: "Við sjáumst eftir nokkrar vikur, Guðni." Gerum það," svaraði ég," segir í bók Guðna. Eftir þennan fund heyrðist hvorki hósti né stuna frá Guðjóni eða KSÍ í heil fimm ár. Það fannst Guðna vera sárt. "Ég hafði tekið frumkvæði að því að ganga frá málinu og taldi okkur vera á sömu línu. Svo þegar annað kemur í ljós þá var eðlilega hundur í manni," sagði Guðni á blaðamannafundi í gær en hann hefur aldrei leitað svara hjá Guðjóni við því af hverju hann hefði kosið að ganga á bak orða sinna og ekki valið hann aftur í landsliðið? "Ég hef hitt hann einu sinni og við áttum stutt spjall en það var ekki alveg eins vinalegt og á kaffihúsinu áður. Hann hefur eflaust sína skýringu. Ég hefði samt viljað heyra hana frá honum sjálfum." Guðni reyndi þrátt fyrir þetta að gera gott úr málunum en það að leika ekki með landsliðinu gaf honum meiri hvíld og hann spilaði fyrir vikið lengur og betur með Bolton. Er Guðni þá reiður eða þakklátur Guðjóni? "Ég er ekki reiður honum. Ég fer ekkert ofan af því að þetta var ekki góð framkoma. Ég var ekki sáttur við hana þá og er ekki enn þann dag í dag. Ég er ekki reiður honum en ég er ekkert sérstaklega þakklátur honum heldur. Hann hefði átt að tala við mig og ég fer ekkert ofan af því," sagði Guðni Bergsson. Íslenski boltinn Fréttir Innlendar Íþróttir Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Það er fáir íslenskir knattspyrnumenn sem státa af eins glæsilegum knattspyrnuferli og Guðni Bergsson. Fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur skráð sögu Guðna sem er ekki ævisaga heldur fótboltasaga, Í bókinni er ferill Guðna rakinn ítarlega frá uppeldinu hjá Val til tímans hjá Tottenham og Bolton. Saga Guðna með landsliðinu er ekki undanskilin en sú saga var ekki eins glæst og hún hefði getað verið. Ástæðan var ágreiningur við Guðjón Þórðarson, þáverandi landsliðsþjálfara, sem leiddi til þess að Guðni heyrði ekki frá knattspyrnuforystunni á Íslandi í fimm ár. Margar sögur hafa verið á kreiki um ástæður þess að kastaðist í kekki á milli Guðna og Guðjóns. Guðni segir frá sinni hlið mála í bókinni. Sagan um samskipti Guðna og Guðjóns er athyglisverð en Guðni lenti tvisvar í umdeildum málum með landsliðinu. Þeir félagar hittust þrátt fyrir það á kaffihúsi síðar og grófu stríðsöxina. Fór afar vel á með þeim að því er fram kemur í bókinni. "Hann var mjög opinskár og einlægur. Við vorum eiginlega komnir á trúnaðarstigið, eins og sagt er, yfir kaffinu. Það lá við að við féllumst í faðma þegar við skildum. En við létum nægja að takast í hendur og hann sagði: "Við sjáumst eftir nokkrar vikur, Guðni." Gerum það," svaraði ég," segir í bók Guðna. Eftir þennan fund heyrðist hvorki hósti né stuna frá Guðjóni eða KSÍ í heil fimm ár. Það fannst Guðna vera sárt. "Ég hafði tekið frumkvæði að því að ganga frá málinu og taldi okkur vera á sömu línu. Svo þegar annað kemur í ljós þá var eðlilega hundur í manni," sagði Guðni á blaðamannafundi í gær en hann hefur aldrei leitað svara hjá Guðjóni við því af hverju hann hefði kosið að ganga á bak orða sinna og ekki valið hann aftur í landsliðið? "Ég hef hitt hann einu sinni og við áttum stutt spjall en það var ekki alveg eins vinalegt og á kaffihúsinu áður. Hann hefur eflaust sína skýringu. Ég hefði samt viljað heyra hana frá honum sjálfum." Guðni reyndi þrátt fyrir þetta að gera gott úr málunum en það að leika ekki með landsliðinu gaf honum meiri hvíld og hann spilaði fyrir vikið lengur og betur með Bolton. Er Guðni þá reiður eða þakklátur Guðjóni? "Ég er ekki reiður honum. Ég fer ekkert ofan af því að þetta var ekki góð framkoma. Ég var ekki sáttur við hana þá og er ekki enn þann dag í dag. Ég er ekki reiður honum en ég er ekkert sérstaklega þakklátur honum heldur. Hann hefði átt að tala við mig og ég fer ekkert ofan af því," sagði Guðni Bergsson.
Íslenski boltinn Fréttir Innlendar Íþróttir Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira