Hodgson hefði viljað halda í Borgvardt 23. nóvember 2005 09:00 Hrifinn af Borgvardt. Stórþjálfarinn Roy Hodgson vildi halda Borgvardt hjá Viking. Roy Hodgson, þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Viking, segir að það hafi ekki verið sín ákvörðun að framlengja ekki samninginn danska framherjann Allan Borgvardt, fyrrum leikmann FH, sem nú hefur samið við lið Bryne í norsku 2. deildinni. Hodgson segir að það hafi verið ákvörðun stjórnarinnar að semja ekki við Borgvardt til lengri tíma en að hann hefði beitt sér lítið fyrir því að halda honum þar sem hann væri á förum frá félaginu til að taka við þjálfun finnska landsliðsins. "Þetta var ekki mín ákvörðun heldur félagsins. Hefði það verið undir mér komið hefði ég haldið honum," sagði Hodgson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hinn 58 ára gamli enski þjálfari hefur komið víða við á sínum ferli og þjálfað fjölda liða, til dæmis svissneska landsliðið, Inter Milan og Udinese á Ítalíu og Blackburn á Englandi. Borgvardt fór til Viking þegar skammt var eftir af Landsbankadeildinni hér heima og gerði samning við liðið sem gilti út tímabilið, með möguleika á því að hann yrði framlengdur til lengri tíma. Eins og fyrr segir ákváðu forráðamenn Viking að gera það ekki og því ákvað Borgvardt að taka tilboði Bryne þegar það kom upp. "Ég hef hrifist mikið af Borgvardt. Hann kom til Viking sem einskonar afleysingamaður fyrir tvo af okkur bestu sóknarmönnum sem meiddust. Hann fékk ekki mörg tækifæri með aðalliðinu en á æfingum og í leikjum með varaliðinu stóð hann sig frábærlega. Mér finnst hann mjög áhugaverður leikmaður og væri ég ekki að fara frá félaginu hefði ég farið fram á að halda honum," segir Hodgson. Hann kveðst ekki vita á hvaða forsendum sú ákvörðun um að láta Borgvardt fara sé tekin, en getur sér að það hafi eitthvað með óskir nýja þjálfarans að gera, en hinn sænski Thom Pral mun taka við stjórnartaumunum hjá Viking í janúar. "Stjórnin spurði mig hvað mér fyndist um Borgvardt. Ég gaf honum mjög góð meðmæli og sagði að það yrði vel þessi virði að halda honum en það var ekki hlustað á mig," segir Hodgson sem furðar sig einnig á því af hverju sterkari lið en Bryne hafi ekki sýnt Borgvardt meiri áhuga en ella. "Hann er leikmaður sem getur vel staðið sig í efstu deild á öllum Norðurlöndunum. Ég veit að það höfðu fleiri lið en Bryne spurst fyrir um Borgvardt en hann hefur eflaust haft sínar ástæður. En ég held að við munum sjá hann í efstu deild innan tíðar, hvort sem það verður með Bryne eða einhverju öðru liði." Íþróttir Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Sjá meira
Roy Hodgson, þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Viking, segir að það hafi ekki verið sín ákvörðun að framlengja ekki samninginn danska framherjann Allan Borgvardt, fyrrum leikmann FH, sem nú hefur samið við lið Bryne í norsku 2. deildinni. Hodgson segir að það hafi verið ákvörðun stjórnarinnar að semja ekki við Borgvardt til lengri tíma en að hann hefði beitt sér lítið fyrir því að halda honum þar sem hann væri á förum frá félaginu til að taka við þjálfun finnska landsliðsins. "Þetta var ekki mín ákvörðun heldur félagsins. Hefði það verið undir mér komið hefði ég haldið honum," sagði Hodgson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hinn 58 ára gamli enski þjálfari hefur komið víða við á sínum ferli og þjálfað fjölda liða, til dæmis svissneska landsliðið, Inter Milan og Udinese á Ítalíu og Blackburn á Englandi. Borgvardt fór til Viking þegar skammt var eftir af Landsbankadeildinni hér heima og gerði samning við liðið sem gilti út tímabilið, með möguleika á því að hann yrði framlengdur til lengri tíma. Eins og fyrr segir ákváðu forráðamenn Viking að gera það ekki og því ákvað Borgvardt að taka tilboði Bryne þegar það kom upp. "Ég hef hrifist mikið af Borgvardt. Hann kom til Viking sem einskonar afleysingamaður fyrir tvo af okkur bestu sóknarmönnum sem meiddust. Hann fékk ekki mörg tækifæri með aðalliðinu en á æfingum og í leikjum með varaliðinu stóð hann sig frábærlega. Mér finnst hann mjög áhugaverður leikmaður og væri ég ekki að fara frá félaginu hefði ég farið fram á að halda honum," segir Hodgson. Hann kveðst ekki vita á hvaða forsendum sú ákvörðun um að láta Borgvardt fara sé tekin, en getur sér að það hafi eitthvað með óskir nýja þjálfarans að gera, en hinn sænski Thom Pral mun taka við stjórnartaumunum hjá Viking í janúar. "Stjórnin spurði mig hvað mér fyndist um Borgvardt. Ég gaf honum mjög góð meðmæli og sagði að það yrði vel þessi virði að halda honum en það var ekki hlustað á mig," segir Hodgson sem furðar sig einnig á því af hverju sterkari lið en Bryne hafi ekki sýnt Borgvardt meiri áhuga en ella. "Hann er leikmaður sem getur vel staðið sig í efstu deild á öllum Norðurlöndunum. Ég veit að það höfðu fleiri lið en Bryne spurst fyrir um Borgvardt en hann hefur eflaust haft sínar ástæður. En ég held að við munum sjá hann í efstu deild innan tíðar, hvort sem það verður með Bryne eða einhverju öðru liði."
Íþróttir Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Sjá meira