Sport

Loksins hættur í boltanum

Winston Bogarde lék afskaplega lítið á tíma sínum með Chelsea og fílaði það í botn.
Winston Bogarde lék afskaplega lítið á tíma sínum með Chelsea og fílaði það í botn.

Hollenski varnarmaðurinn Winston Bogarde hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna fyrir fullt og allt, en þessi fyrrverandi landsliðsmaður hefur verið í tómu rugli síðustu ár eftir að hafa verið á ofurlaunum í fimm ár hjá Chelsea án þess að spila neitt af viti.

Bogarde er af mörgum talinn einn metnaðarlausasti knattspyrnumaður síðari ára eftir að hann lýsti því yfir í viðtali að hann væri mjög sáttur með að æfa með vara- og unglingaliði Chelsea en vera jafnframt einn best-launaðasti leikmaður liðsins.

Eftir að samingur hans við Chelsea rann út hefur Bogarde verið í leit að föstu liði, meðal annars hjá sínum fyrrverandi vinnuveitendum í Ajax, en allstaðar hefur honum verið hafnað. Nú hefur Bogarde semsagt loksins gefist upp og ætlar að njóta það sem eftir lifir ævinnar með því að eyða öllum peningunum sem hann fékk fyrir að gera ekki neitt hjá Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×