Vilhjálmur vel að sigrinum kominn 7. nóvember 2005 06:00 Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík yfirskyggði önnur prófkjör og atkvæðagreiðslur um helgina. Það er búin að vera mikil spenna í aðdraganda prófkjörsins eftir að Gísli Marteinn Baldursson tilkynnti að hann ætlaði gegn sitjandi leiðtoga flokksins í borgarmálum í Reykjavík, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni. Eftir þessa baráttu, sem þó hefur farið drengilega fram á yfirborðinu, er Vilhjálmur Þ. ótvíræður foringi sjálfstæðismanna í Reykjavík, og finnst mörgum eflaust kominn tími til, því hann á að baki langan og farsælan feril í sveitarstjórnarmálum og leitun á manni sem er með meiri þekkingu og reynslu í þessum málaflokki, ekki aðeins í höfuðborginni heldur á landinu öllu. Sjálfstæðismenn hafa verið í kreppu í Reykjavík eftir að Davíð Oddsson vatt sér yfir í landsmálin með eftirminnilegum hætti. Hvert leiðtogaefnið á fætur öðru hefur komið fram á sjónarsviðið til þess að freista þess að frelsa borgina úr höndum Reykjavíkurlistans, en án árangurs. Nú er næsta mál á dagskrá, eins og Vilhjálmur Þ. sagði við birtingu talna úr prófkjörinu, að ná borginni og þá verður hann borgarstjóri. Eins og staðan er í dag virðast talsverðar líkur á því að sjálfstæðismenn nái borginni á ný en þó er rétt að fullyrða ekki neitt, því enn er langt í kosningar og margt getur gerst í borgarmálum fram á vor. Meirihlutaflokkarnir í borgarstjórn eiga líka eftir að efna til prófkjöra, nema Vinstri grænir, og þar vegur þungt hvernig úrslit verða hjá Samfylkingunni. Þótt Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hafi hlotið yfirburðakosningu, og mun betri en margir höfðu ætlað, er fróðlegt að velta fyrir sér tölulegum staðreyndum varðandi prófkjörið. Þegar upp var staðið voru um 21 þúsund manns á kjörskrá og ljóst að á þriðja þúsund hafa gengið í flokkinn, eða verið smalað þangað inn, frá því landsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn í október. Rösklega tólf þúsund manns tóku þátt í prófkjörinu og það verður að gera ráð fyrir því að allir hinir nýju flokksfélagar séu þar á meðal. Það eru því æði margir af þeim sem fyrir voru í flokknum sem ekki tóku þátt í prófkjörinu fyrir helgina, og má þó gera ráð fyrir að fylkingar Vilhjálms Þ. og Gísla Marteins hafi ekkki legið á liði sínu við að fá skráða flokksmenn í Reykjavík til að kjósa. Þetta hlýtur að vera forystumönnum flokksins í Reykjavík umhugsunarefni - að upp undir helmingur skráðra félaga fyrir prófkjörið sé óvirkur - jafnvel þótt um það sé að ræða að velja forystumann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun
Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík yfirskyggði önnur prófkjör og atkvæðagreiðslur um helgina. Það er búin að vera mikil spenna í aðdraganda prófkjörsins eftir að Gísli Marteinn Baldursson tilkynnti að hann ætlaði gegn sitjandi leiðtoga flokksins í borgarmálum í Reykjavík, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni. Eftir þessa baráttu, sem þó hefur farið drengilega fram á yfirborðinu, er Vilhjálmur Þ. ótvíræður foringi sjálfstæðismanna í Reykjavík, og finnst mörgum eflaust kominn tími til, því hann á að baki langan og farsælan feril í sveitarstjórnarmálum og leitun á manni sem er með meiri þekkingu og reynslu í þessum málaflokki, ekki aðeins í höfuðborginni heldur á landinu öllu. Sjálfstæðismenn hafa verið í kreppu í Reykjavík eftir að Davíð Oddsson vatt sér yfir í landsmálin með eftirminnilegum hætti. Hvert leiðtogaefnið á fætur öðru hefur komið fram á sjónarsviðið til þess að freista þess að frelsa borgina úr höndum Reykjavíkurlistans, en án árangurs. Nú er næsta mál á dagskrá, eins og Vilhjálmur Þ. sagði við birtingu talna úr prófkjörinu, að ná borginni og þá verður hann borgarstjóri. Eins og staðan er í dag virðast talsverðar líkur á því að sjálfstæðismenn nái borginni á ný en þó er rétt að fullyrða ekki neitt, því enn er langt í kosningar og margt getur gerst í borgarmálum fram á vor. Meirihlutaflokkarnir í borgarstjórn eiga líka eftir að efna til prófkjöra, nema Vinstri grænir, og þar vegur þungt hvernig úrslit verða hjá Samfylkingunni. Þótt Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hafi hlotið yfirburðakosningu, og mun betri en margir höfðu ætlað, er fróðlegt að velta fyrir sér tölulegum staðreyndum varðandi prófkjörið. Þegar upp var staðið voru um 21 þúsund manns á kjörskrá og ljóst að á þriðja þúsund hafa gengið í flokkinn, eða verið smalað þangað inn, frá því landsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn í október. Rösklega tólf þúsund manns tóku þátt í prófkjörinu og það verður að gera ráð fyrir því að allir hinir nýju flokksfélagar séu þar á meðal. Það eru því æði margir af þeim sem fyrir voru í flokknum sem ekki tóku þátt í prófkjörinu fyrir helgina, og má þó gera ráð fyrir að fylkingar Vilhjálms Þ. og Gísla Marteins hafi ekkki legið á liði sínu við að fá skráða flokksmenn í Reykjavík til að kjósa. Þetta hlýtur að vera forystumönnum flokksins í Reykjavík umhugsunarefni - að upp undir helmingur skráðra félaga fyrir prófkjörið sé óvirkur - jafnvel þótt um það sé að ræða að velja forystumann.
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun