Ótrúlegar skýringar segir Byko 27. október 2005 06:15 Ásdís Halla Bragadóttir Auglýsingastofan Gott fólk segir Húsasmiðjuna verða að upplýsa um hvernig standi á að auglýsing fyrirtækisins hafi verið nauðalík annarri óbirtri sem auglýsingastofan vann fyrir Byko. "Okkur finnst gróflega brotið á rétti okkar," segir Ingvar Sverrisson, annar framkvæmdastjóra Góðs fólks. "Með ólíkindum er að tveir risar á byggingavörumarkaði skuli koma fram með nákvæmlega sömu hugmyndina á sama tíma." Hann segir fyrirtækið hafa lagst yfir að kanna allt upplýsingaöryggi hjá sér og hefur ekki útlilokað að málið verði kært. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, segir tilviljun hafa ráðið hversu líkar dagblaðaauglýsingarnar voru. "Ef ég hefði séð auglýsingu Byko hefði ég að sjálfsögðu ekki gert alveg eins auglýsingu, það er náttúrlega fáránlegt," segir hann og upplýsir að fyrirtækið hafi dregið ályktun um yfirvofandi auglýsingaherferð Byko af tilfallandi tali tveggja manna. "Fyrst við vorum tilbúnir með herferð sem var búin að bíða í nokkurn tíma ákváðum við bara að vera á undan." Hann áréttar þó að Húsasmiðjumenn hafi hvorki séð auglýsingar frá keppinautnum né haft um það vissu hvort, eða hvenær þær kæmu. Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri Byko, segir ábyrgðarhluta að lýsa yfir verðvernd og því hafi málið verið undirbúið mjög vandlega og reynt að tryggja nokkra leynd yfir herferðinni fram á síðustu stundu. "Mér finnst tilviljunin ótrúleg að bæði fyrirtækin lýsi því yfir sama dag að þau taki upp verðvernd og að uppleggið í auglýsingu Húsasmiðjunnar sé efnislega það sama og hjá Byko. Tilviljunin er svo ótrúleg að þeir hljóta að hafa fengið trúnaðarupplýsingar í þessu tveggja manna tali. Mér finnst dapurlegt að þær skuli hafa borist þeim og enn dapurlegra að þeir skyldu misnota þær með þeim hætti sem þeir gerðu." Innlent Viðskipti Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Auglýsingastofan Gott fólk segir Húsasmiðjuna verða að upplýsa um hvernig standi á að auglýsing fyrirtækisins hafi verið nauðalík annarri óbirtri sem auglýsingastofan vann fyrir Byko. "Okkur finnst gróflega brotið á rétti okkar," segir Ingvar Sverrisson, annar framkvæmdastjóra Góðs fólks. "Með ólíkindum er að tveir risar á byggingavörumarkaði skuli koma fram með nákvæmlega sömu hugmyndina á sama tíma." Hann segir fyrirtækið hafa lagst yfir að kanna allt upplýsingaöryggi hjá sér og hefur ekki útlilokað að málið verði kært. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, segir tilviljun hafa ráðið hversu líkar dagblaðaauglýsingarnar voru. "Ef ég hefði séð auglýsingu Byko hefði ég að sjálfsögðu ekki gert alveg eins auglýsingu, það er náttúrlega fáránlegt," segir hann og upplýsir að fyrirtækið hafi dregið ályktun um yfirvofandi auglýsingaherferð Byko af tilfallandi tali tveggja manna. "Fyrst við vorum tilbúnir með herferð sem var búin að bíða í nokkurn tíma ákváðum við bara að vera á undan." Hann áréttar þó að Húsasmiðjumenn hafi hvorki séð auglýsingar frá keppinautnum né haft um það vissu hvort, eða hvenær þær kæmu. Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri Byko, segir ábyrgðarhluta að lýsa yfir verðvernd og því hafi málið verið undirbúið mjög vandlega og reynt að tryggja nokkra leynd yfir herferðinni fram á síðustu stundu. "Mér finnst tilviljunin ótrúleg að bæði fyrirtækin lýsi því yfir sama dag að þau taki upp verðvernd og að uppleggið í auglýsingu Húsasmiðjunnar sé efnislega það sama og hjá Byko. Tilviljunin er svo ótrúleg að þeir hljóta að hafa fengið trúnaðarupplýsingar í þessu tveggja manna tali. Mér finnst dapurlegt að þær skuli hafa borist þeim og enn dapurlegra að þeir skyldu misnota þær með þeim hætti sem þeir gerðu."
Innlent Viðskipti Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira