Í nágrenni eins virkasta eldfjalls landsins 25. október 2005 06:00 Þeir sem aka upp með Þjórsá að austanverðu á móts við Heklu eiga kannski bágt með að trúa því að þarna verði mesta skógræktarsvæði framtíðarinnar á Íslandi. Svæðið sem um ræðir er vestan við Heklu og á að ná allt suður á Rangárvelli, vestur undir Þjórsá efst í Landsveit, yfir í Þjórsárdal og allt norður að Hrauneyjafossvirkjun. Þetta er hvorki meira né minna en upp undir eitt prósent af flatarmáli landsins alls eða um 90 þúsund hektarar lands. Gert er ráð fyrir að uppgræðslan taki um 30 ár og áætlaður kostnaður í dag er um 6 milljarðar króna, eða um 200 milljónir á ári. Stærstur hluti þessa lands er lítið gróinn og þar er víða mikið sandfok og gróðurrof. Annarsstaðar á svæðinu má sjá blómlegan trjágróður,- aðallega birki. Fyrir leikmann hljómar það mótsagnakennt í fyrstu að hagkvæmt sé að ráðast í svo umfangsmikla skógrækt í námunda við eitt virkasta eldfjall landsins, en þegar grannt er skoðað kemur annað í ljós. Hugmyndin með Hekluskógum er að endurheimta birkiskóga og kjarr á svæðinu til að vernda það fyrir áföllum vegna gjóskufalls. Skógur, kjarr og mellönd eru einu gróðurlendin sem þola gjóskufall að einhverju ráði segja þeir sem hafa rannsakað þessi mál. Á þessum slóðum voru víðáttumikil skóglendi og frjósöm vistkerfi áður fyrr og algengt er að gróskumiklir birkiskógar séu í næsta nágrenni við eldfjöll hér á landi. Hugmyndir um Hekluskóga eru nokkurra ára gamlar, en það var svo í vor að skipaður var samstarfshópur til að vinna að málinu. Aðild að honum eiga bæði landeigendur og skógræktarfélög, Skógræktin og Landgræðslan ásamt fleirum. Þetta eru mjög metnaðarfullar hugmyndir, sem upphaflega voru settar fram af Úlfi Óskarssyni skógfræðingi. Samkvæmt þeirri áætlun sem nú er til umræðu varðandi Hekluskóga er gert ráð fyrir að unnið verði að þessu mikla og metnaðarfulla verkefni í nokkrum þrepum. Fyrst er þá að stöðva sandfok og græða upp illa farið land til að bæta skilyrði fyrir trjágróður. Í öðru lagi að gróðursetja birki, gulvíði og loðvíði í sérstaka lundi á svæðinu þaðan sem þessar tegundir geta sáð sér á nokkrum áratugum. Þannig er gert ráð fyrir að trjátegundir sem einkennt hafa gróðurfar hér á landi verði fyrst og fremst notaðar og er það vel. Þannig helst eðlileg ásýnd landsins, en það hefur oft viljað brenna við hjá áhugasömum einstaklingum að plantað er trjátegundum sem alls ekki falla að ásýnd þess , en eru kannski fljótsprottnar og veita snemma skjól. Hekluskógar eiga að hafa mikil og góð áhrif á dýralíf, vatnsbúskap, ferðaþjónustu og útivist segja skógræktarsérfræðingar í viðtölum við Fréttablaðið. Þá fellur þetta verkefni vel að alþjóðlegum skuldbindingum Íslendinga varðandi gróðurvernd. Hér er sannarlega á ferðinni eftirtektarvert verkefni, sem á eftir að vekja mikla athygli, gangi núverandi áætlanir eftir. Þeir sem stunda skógrækt verða að vera þolinmóðir, því að árangur af skógrækt sést ekki fyrr en eftir mörg ár, og því eru skógræktarmenn ætíð að vinna fyrir komandi kynslóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun
Þeir sem aka upp með Þjórsá að austanverðu á móts við Heklu eiga kannski bágt með að trúa því að þarna verði mesta skógræktarsvæði framtíðarinnar á Íslandi. Svæðið sem um ræðir er vestan við Heklu og á að ná allt suður á Rangárvelli, vestur undir Þjórsá efst í Landsveit, yfir í Þjórsárdal og allt norður að Hrauneyjafossvirkjun. Þetta er hvorki meira né minna en upp undir eitt prósent af flatarmáli landsins alls eða um 90 þúsund hektarar lands. Gert er ráð fyrir að uppgræðslan taki um 30 ár og áætlaður kostnaður í dag er um 6 milljarðar króna, eða um 200 milljónir á ári. Stærstur hluti þessa lands er lítið gróinn og þar er víða mikið sandfok og gróðurrof. Annarsstaðar á svæðinu má sjá blómlegan trjágróður,- aðallega birki. Fyrir leikmann hljómar það mótsagnakennt í fyrstu að hagkvæmt sé að ráðast í svo umfangsmikla skógrækt í námunda við eitt virkasta eldfjall landsins, en þegar grannt er skoðað kemur annað í ljós. Hugmyndin með Hekluskógum er að endurheimta birkiskóga og kjarr á svæðinu til að vernda það fyrir áföllum vegna gjóskufalls. Skógur, kjarr og mellönd eru einu gróðurlendin sem þola gjóskufall að einhverju ráði segja þeir sem hafa rannsakað þessi mál. Á þessum slóðum voru víðáttumikil skóglendi og frjósöm vistkerfi áður fyrr og algengt er að gróskumiklir birkiskógar séu í næsta nágrenni við eldfjöll hér á landi. Hugmyndir um Hekluskóga eru nokkurra ára gamlar, en það var svo í vor að skipaður var samstarfshópur til að vinna að málinu. Aðild að honum eiga bæði landeigendur og skógræktarfélög, Skógræktin og Landgræðslan ásamt fleirum. Þetta eru mjög metnaðarfullar hugmyndir, sem upphaflega voru settar fram af Úlfi Óskarssyni skógfræðingi. Samkvæmt þeirri áætlun sem nú er til umræðu varðandi Hekluskóga er gert ráð fyrir að unnið verði að þessu mikla og metnaðarfulla verkefni í nokkrum þrepum. Fyrst er þá að stöðva sandfok og græða upp illa farið land til að bæta skilyrði fyrir trjágróður. Í öðru lagi að gróðursetja birki, gulvíði og loðvíði í sérstaka lundi á svæðinu þaðan sem þessar tegundir geta sáð sér á nokkrum áratugum. Þannig er gert ráð fyrir að trjátegundir sem einkennt hafa gróðurfar hér á landi verði fyrst og fremst notaðar og er það vel. Þannig helst eðlileg ásýnd landsins, en það hefur oft viljað brenna við hjá áhugasömum einstaklingum að plantað er trjátegundum sem alls ekki falla að ásýnd þess , en eru kannski fljótsprottnar og veita snemma skjól. Hekluskógar eiga að hafa mikil og góð áhrif á dýralíf, vatnsbúskap, ferðaþjónustu og útivist segja skógræktarsérfræðingar í viðtölum við Fréttablaðið. Þá fellur þetta verkefni vel að alþjóðlegum skuldbindingum Íslendinga varðandi gróðurvernd. Hér er sannarlega á ferðinni eftirtektarvert verkefni, sem á eftir að vekja mikla athygli, gangi núverandi áætlanir eftir. Þeir sem stunda skógrækt verða að vera þolinmóðir, því að árangur af skógrækt sést ekki fyrr en eftir mörg ár, og því eru skógræktarmenn ætíð að vinna fyrir komandi kynslóðir.