Sækja sænska ríkisborgara
Flugvél frá Loftleiðum, leiguflugsfyrirtæki Flugleiða, fór frá Keflavíkurflugvelli í gær til að sækja sænska ríkisborgara til eyjarinnar Phuket í Taílandi að beiðni sænskra stjórnvalda. Vélin lagði af stað klukkan sex í gær og buðu Flugleiðir utanríkisráðuneytinu að senda varning með vélinni. Ráðuneytið hafði samband við dönsku hjálparmiðstöðina í Phuket sem óskaði eftir vatni. Ölgerðin Egill Skallagrímsson brást fljótt við og gaf um tíu tonn af vatni sem sent var með flugvélinni. Vélin tekur 200 farþega í sæti og er búist við að hún verði fullsetin til Stokkhólms frá Taílandi