Innlent

Umboðsmaður segir lög brotin

Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðuneytið hafi brotið lög með úrskurði sem staðfesti synjun fangelsisyfirvalda á umsókn fanga um dagsleyfi. Ráðuneytið óskaði eftir umsögn fangelsisyfirvalda í kjölfar kæru fangans til ráðuneytisins. Fanganum var hins vegar ekki kynnt efni umsagnarinnar sem ný atriði komu fram í og gætu haft þýðingu við mat á því hvort bæri að staðfesta synjun fangelsisyfirvalda. Taldi umboðsmaður því að ráðuneytið hefði brotið 13. gein stjórnsýslulaga með því að gefa fanganum ekki kost á að tjá sig um umsögnina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×