Innlent

Yfirmanni í lögreglunni vikið frá

Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóranum hefur verið leystur frá störfum vegna gruns um brot í starfi. Maðurinn er grunaður um að hafa árið 2001 skráð bíl í eigu embættisins á nafn sambýliskonu sinnar og að hafa á þessu ári notað bíl embættisins í eigin þágu. Rökstuddur grunur um meint brot mannsins vaknaði við innra eftirlit embættisins. Málið hefur verið sent Ríkissaksóknara og dómsmálaráðuneytinu til meðferðar. Ríkissakóknara var falið að rannsaka brot mannsins en hjá ráðuneytinu verður ákveðið hvernig tekið verður á stöðu mannsins, en hann er skipaður í starfið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×