Foreldrar meðal brennuvarga 26. desember 2004 00:01 Fimmtu jólin í röð brutust út ólæti í Grindavík vegna fullorðinna karlamanna sem reyndu að kveikja brennu inn í bænum um miðnætti á jóladag. Í framhaldinu var kveikt í áramótabrennu bæjarbúa við Litluvör. Slökkviliðinu tókst ekki að slökkva eldinn og bjarga brennunni sem brann að mestu niður. Ásmundi Jónssyni, slökkviliðsstjóra í Grindavík, gremst mest að fullorðið fólk standi að íkveikjunum. "Við höfum frætt skólabörn um eldhættur svo standa foreldra sumra þeirra í því að kveikja í ólöglegum brennum á jólunum. Ég held að þeir sem stóðu í þessu ættu að sjá sóma sinn í að safna í nýja brennu fyrir börnin sín." "Þetta er leiðinlegur fíflagangur og leiðinleg uppákoma sem fáir standa fyrir," segir Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprestur í Grindavík. Hún segir það hljóti að hafast að safna í nýja áramótabrennu. Grindvíkingar séu vanir að standa saman og geri það sjálfsagt núna sem fyrr. Lögreglan var með viðbúnað á jóladagskvöld vegna fyrri reynslu um að reynt yrði að kveikja brennu í óleyfi um miðnætti. Sex lögreglubílar voru í Grindavík þegar mest var. Á tólfta tímanum tók fólk að safnast saman þar sem reynt var undirbúa brennu við Saltfisksetrið. Lögreglan kom í veg fyrir að kveikt yrði í haugnum. Síðan var kveikt í áramótabrennunni og í lítilli brennu við Sólarvé þar sem á annað hundrað manns, á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára, söfnuðust saman. Athygli vakti að fullorðnir menn stóðu að íkveikjunum, margir þeirra allsgáðir. Tveir voru handteknir og afskipti voru höfð af nokkrum þar sem þeir hindruðu slökkviliðið við störf. Upp úr klukkan tvö um nóttina leystist hópurinn upp þegar veður hafði versnað. Skemmdir voru óverulegar en næstu dagar munu leiða í ljós hvernig tekst til að safna í nýja brennu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Sjá meira
Fimmtu jólin í röð brutust út ólæti í Grindavík vegna fullorðinna karlamanna sem reyndu að kveikja brennu inn í bænum um miðnætti á jóladag. Í framhaldinu var kveikt í áramótabrennu bæjarbúa við Litluvör. Slökkviliðinu tókst ekki að slökkva eldinn og bjarga brennunni sem brann að mestu niður. Ásmundi Jónssyni, slökkviliðsstjóra í Grindavík, gremst mest að fullorðið fólk standi að íkveikjunum. "Við höfum frætt skólabörn um eldhættur svo standa foreldra sumra þeirra í því að kveikja í ólöglegum brennum á jólunum. Ég held að þeir sem stóðu í þessu ættu að sjá sóma sinn í að safna í nýja brennu fyrir börnin sín." "Þetta er leiðinlegur fíflagangur og leiðinleg uppákoma sem fáir standa fyrir," segir Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprestur í Grindavík. Hún segir það hljóti að hafast að safna í nýja áramótabrennu. Grindvíkingar séu vanir að standa saman og geri það sjálfsagt núna sem fyrr. Lögreglan var með viðbúnað á jóladagskvöld vegna fyrri reynslu um að reynt yrði að kveikja brennu í óleyfi um miðnætti. Sex lögreglubílar voru í Grindavík þegar mest var. Á tólfta tímanum tók fólk að safnast saman þar sem reynt var undirbúa brennu við Saltfisksetrið. Lögreglan kom í veg fyrir að kveikt yrði í haugnum. Síðan var kveikt í áramótabrennunni og í lítilli brennu við Sólarvé þar sem á annað hundrað manns, á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára, söfnuðust saman. Athygli vakti að fullorðnir menn stóðu að íkveikjunum, margir þeirra allsgáðir. Tveir voru handteknir og afskipti voru höfð af nokkrum þar sem þeir hindruðu slökkviliðið við störf. Upp úr klukkan tvö um nóttina leystist hópurinn upp þegar veður hafði versnað. Skemmdir voru óverulegar en næstu dagar munu leiða í ljós hvernig tekst til að safna í nýja brennu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Sjá meira