Innlent

Foreldrar fá engar bætur

Hæstiréttur sýknaði ríkið af skaðabótakröfu foreldra fjölfatlaðs drengs í gær. Foreldrarnir fóru fram á 25 milljónir króna í bætur þar sem þau álitu að lélegt mæðraeftirlit og fæðingarhjálp hefðu leitt til þess að drengurinn skaðaðist. Ríkisútvarpið greindi frá því að dómurinn teldi ósannað að móðir drengsins hafi kvartað um að barnið hreyfði sig minna í mæðraskoðun í maí 1993. Fullvíst megi telja að fötlun drengsins hafi orðið fyrr á meðgöngunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×