Innlent

Fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimm drengjum

Sigurbjörn Sævar Grétarsson var í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi fyrir kynferðisbrot gegn fimm drengjum á aldrinum 12-14 ára. Sigurbjörn var ákærður fyrir brot gegn sjö drengjum en aðeins sakfelldur fyrir brot gegn fimm drengjanna. Sigurbjörn var ekki sakfelldur fyrir brot sem áttu að hafa gerst á árunum 1991-1994. Brotin sem hann var sakfelldur fyrir áttu sér stað á árunum 2002-2004. Fimm brotaþolanna voru dæmdar bætur, frá 50.000 krónum til 700.000 króna. Maðurinn er fyrrverandi lögreglumaður á Patreksfirði og starfaði einnig í félagsmiðstöð bæjarins. Lögreglan gerði húsleit á heimili hans í desember á síðasta ári og í kjölfarið var hann yfirheyrður og úrskurðaður í gæsluvarðhald.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×