3 vikna gæsluvarðhald vegna smygls 22. desember 2004 00:01 Einn flugfarþeginn enn var gripinn með fíkniefnasendingu í Leifsstöð í fyrradag og hafa lögregla og tollgæsla lagt hald á um það bil tuttugu kíló af kókaíni og amfetamíni, sem eru sterkustu og dýrustu fíkniefnin á markaði hér. Brasilísk kona, sem var handtekin á Keflavíkurflugvelli á mánudag eftir að 800 grömm af kókaíni fundust á henni við komuna til landsins, var í gærkvöld úrskurðuð í gæsluvarðhald í allt að þrjár vikur. Konan kom frá Brasilíu með viðkomu í Kaupmannahöfn og hafði límt efnið utan á líkama sinn. Þetta er fjórða kókaínsendingin sem finnst á flugfarþegum í Leifsstöð á nokkrum vikum og er samanlagt magn sendinganna tæp tvö kíló. Smásöluvirði þess hefði getað numið á bilinu 40-60 milljónir króna. Talið er að konan sé svonefnt burðardýr sem fái þóknun fyrir flutninginn en standi ekki í sölu. Enginn Íslendingur hefur verið handtekinn vegna málsins svo fréttastofunni sé kunnugt um. Með þessari sendingu er búið að gera fimm kíló af kókaíni upptæk það sem af er árinu og tæp sextán kíló af amfetamíni. Þessi sterku efni eru greinilega í sókn að sögn Ásgeirs Karlssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í fíkniefnadeild Reykjavíkurlögreglunnar. Ásgeir segir efnin að verða hluta af skemmtanamynstri margs ungs fólks líkt og áfengi, án þess að fólk neyti þeirra að staðaldri. Þá er kókaínneyslan að færast neðar og neðar í aldursflokkana og nú eru allt niður í 16 ára unglingar farnir að neyta þess. Grammið af kókaíni kostar í smásölu 12-15 þúsund krónur. Það getur dugað byrjanda í heillar nætur skrall en þegar líkaminn hefur myndað þol getur einstaklingurinn þurft allt upp í fjögur grömm og þá kostar neysla næturinnar 50-60 þúsund krónur. Auk kókaíns og amfetamíns er búið að gera rúmlega tvö þúsund LSD-skammta upptæka, rúmlega 7.500 e-töflur, tvö kíló af maríjúana og tæp 37 kíló af hassi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Einn flugfarþeginn enn var gripinn með fíkniefnasendingu í Leifsstöð í fyrradag og hafa lögregla og tollgæsla lagt hald á um það bil tuttugu kíló af kókaíni og amfetamíni, sem eru sterkustu og dýrustu fíkniefnin á markaði hér. Brasilísk kona, sem var handtekin á Keflavíkurflugvelli á mánudag eftir að 800 grömm af kókaíni fundust á henni við komuna til landsins, var í gærkvöld úrskurðuð í gæsluvarðhald í allt að þrjár vikur. Konan kom frá Brasilíu með viðkomu í Kaupmannahöfn og hafði límt efnið utan á líkama sinn. Þetta er fjórða kókaínsendingin sem finnst á flugfarþegum í Leifsstöð á nokkrum vikum og er samanlagt magn sendinganna tæp tvö kíló. Smásöluvirði þess hefði getað numið á bilinu 40-60 milljónir króna. Talið er að konan sé svonefnt burðardýr sem fái þóknun fyrir flutninginn en standi ekki í sölu. Enginn Íslendingur hefur verið handtekinn vegna málsins svo fréttastofunni sé kunnugt um. Með þessari sendingu er búið að gera fimm kíló af kókaíni upptæk það sem af er árinu og tæp sextán kíló af amfetamíni. Þessi sterku efni eru greinilega í sókn að sögn Ásgeirs Karlssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í fíkniefnadeild Reykjavíkurlögreglunnar. Ásgeir segir efnin að verða hluta af skemmtanamynstri margs ungs fólks líkt og áfengi, án þess að fólk neyti þeirra að staðaldri. Þá er kókaínneyslan að færast neðar og neðar í aldursflokkana og nú eru allt niður í 16 ára unglingar farnir að neyta þess. Grammið af kókaíni kostar í smásölu 12-15 þúsund krónur. Það getur dugað byrjanda í heillar nætur skrall en þegar líkaminn hefur myndað þol getur einstaklingurinn þurft allt upp í fjögur grömm og þá kostar neysla næturinnar 50-60 þúsund krónur. Auk kókaíns og amfetamíns er búið að gera rúmlega tvö þúsund LSD-skammta upptæka, rúmlega 7.500 e-töflur, tvö kíló af maríjúana og tæp 37 kíló af hassi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira