Vörn fyrir mannréttindi 22. desember 2004 00:01 Í 67. grein stjórnarskrár Íslands segir að hvern þann sem er handtekinn vegna gruns um refsiverða háttsemi skuli "án undandráttar leiða fyrir dómara". Óheimilt er samkvæmt íslenskum lögum að halda manni í varðhaldi án ákæru nema í tiltekinn tíma og þá samkvæmt mati dómara á grundvelli sakarefna. Samskonar ákvæði eru í stjórnarskrám og lögum annarra réttarríkja. Hafa þetta ávallt verið talin meðal mikilvægustu mannréttinda. Þess vegna kom óhugur í marga þegar þing og ríkisstjórn Bretlands, eins rótgrónasta lýðræðisríkis veraldar, ákváðu að veita undanþágu frá reglunni í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á Bandaríkin fyrir þremur árum. Hefur síðan nokkur hópur erlendra manna, grunaður um að undirbúa hryðjuverk, setið í fangelsi þar í landi án ákæru. Ekkert annað ríki í Evrópu hefur farið þessa leið. Í síðustu viku kvað hæstiréttur Bretlands - dómstóll lávarðadeildar þingsins - upp þann úrskurð að lögin um þetta efni stæðust ekki þar sem þau fælu í sér brot á mannréttindum. Líklega var það til að leggja áherslu á þungann í úrskurðinum að dómararnir, sem eru níu að tölu, ákváðu að sitja allir í dóminum að þessu sinni en það hefur ekki gerst nema einu sinni frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Afleiðing dómsins er að breska valdstjórnin verður annaðhvort að birta föngunum formlega ákæru eða láta þá lausa. Kunnugt er að breskum ráðherrum og yfirmönnum öryggislögreglu og leyniþjónustu landsins er heitt í hamsi vegna dómsins. Þeir spyrja hvernig í ósköpunum þeir eigi að geti varist hryðjuverkaógninni og veitt almenningi tilskylda vörn án víðtækra heimilda af því tagi sem nú hafa verið felldar úr gildi. Benda þeir á að sannanir gegn hryðjuverkamönnum séu oft þess eðlis að ekki sé hægt að kynna þær í opnu réttarhaldi án þess að skaða þá aðila sem veitt hafa upplýsingar eða það kerfi sem notað er til að fylgjast með hryðjuverkamönnum. Þeim gremst einnig það sem þeim finnst vera vantraust á lögreglu- og dómsmálayfirvöld og felist í úrskurðinum. Um þetta er það að segja að vissulega kann úrskurðurinn að skapa aukinn vanda í viðureigninni við hryðjuverkamenn. En eina svarið við því er að aðlaga sig að reglunni. Sannleikurinn er sá að það er í rauninni miklu hættulegra fyrir lýðræði okkar og frelsi að hafa opna heimild af því tagi sem nú hefur verið felld úr gildi, en að vera án hennar. Jafnvel þótt við hefðum hundrað prósent traust á yfirvöldunum er hættan sú að mistök leiði til frelsissviptingar saklausra manna. Það hefur því miður alltof oft gerst en mannréttindareglurnar hafa þá vegið á móti. Og framhjá því verður heldur ekki litið að tiltrú á leyniþjónustu og öryggislögreglu Vesturlanda hefur ekki aukist á undanförnum mánuðum og árum. Upplýsingaöflun þessara stofnana hefur oftlega reynst yfirborðsleg og svo óvönduð að undrun sætir.Má í því sambandi minna á gagnaöflunina mistæku sem leiddi til innrásarinnar í Írak í fyrra. Ástæða er til að gleðjast yfir úrskurði hæstaréttar Bretlands. Hann felur í sér mikilvæga viðspyrnu gagnvart þeim sem ekki sjá mótsögnina í því að verja frelsi og mannréttindi með því að byggja vernd þeirra á geðþóttamati ríkisvaldsins hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Í 67. grein stjórnarskrár Íslands segir að hvern þann sem er handtekinn vegna gruns um refsiverða háttsemi skuli "án undandráttar leiða fyrir dómara". Óheimilt er samkvæmt íslenskum lögum að halda manni í varðhaldi án ákæru nema í tiltekinn tíma og þá samkvæmt mati dómara á grundvelli sakarefna. Samskonar ákvæði eru í stjórnarskrám og lögum annarra réttarríkja. Hafa þetta ávallt verið talin meðal mikilvægustu mannréttinda. Þess vegna kom óhugur í marga þegar þing og ríkisstjórn Bretlands, eins rótgrónasta lýðræðisríkis veraldar, ákváðu að veita undanþágu frá reglunni í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á Bandaríkin fyrir þremur árum. Hefur síðan nokkur hópur erlendra manna, grunaður um að undirbúa hryðjuverk, setið í fangelsi þar í landi án ákæru. Ekkert annað ríki í Evrópu hefur farið þessa leið. Í síðustu viku kvað hæstiréttur Bretlands - dómstóll lávarðadeildar þingsins - upp þann úrskurð að lögin um þetta efni stæðust ekki þar sem þau fælu í sér brot á mannréttindum. Líklega var það til að leggja áherslu á þungann í úrskurðinum að dómararnir, sem eru níu að tölu, ákváðu að sitja allir í dóminum að þessu sinni en það hefur ekki gerst nema einu sinni frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Afleiðing dómsins er að breska valdstjórnin verður annaðhvort að birta föngunum formlega ákæru eða láta þá lausa. Kunnugt er að breskum ráðherrum og yfirmönnum öryggislögreglu og leyniþjónustu landsins er heitt í hamsi vegna dómsins. Þeir spyrja hvernig í ósköpunum þeir eigi að geti varist hryðjuverkaógninni og veitt almenningi tilskylda vörn án víðtækra heimilda af því tagi sem nú hafa verið felldar úr gildi. Benda þeir á að sannanir gegn hryðjuverkamönnum séu oft þess eðlis að ekki sé hægt að kynna þær í opnu réttarhaldi án þess að skaða þá aðila sem veitt hafa upplýsingar eða það kerfi sem notað er til að fylgjast með hryðjuverkamönnum. Þeim gremst einnig það sem þeim finnst vera vantraust á lögreglu- og dómsmálayfirvöld og felist í úrskurðinum. Um þetta er það að segja að vissulega kann úrskurðurinn að skapa aukinn vanda í viðureigninni við hryðjuverkamenn. En eina svarið við því er að aðlaga sig að reglunni. Sannleikurinn er sá að það er í rauninni miklu hættulegra fyrir lýðræði okkar og frelsi að hafa opna heimild af því tagi sem nú hefur verið felld úr gildi, en að vera án hennar. Jafnvel þótt við hefðum hundrað prósent traust á yfirvöldunum er hættan sú að mistök leiði til frelsissviptingar saklausra manna. Það hefur því miður alltof oft gerst en mannréttindareglurnar hafa þá vegið á móti. Og framhjá því verður heldur ekki litið að tiltrú á leyniþjónustu og öryggislögreglu Vesturlanda hefur ekki aukist á undanförnum mánuðum og árum. Upplýsingaöflun þessara stofnana hefur oftlega reynst yfirborðsleg og svo óvönduð að undrun sætir.Má í því sambandi minna á gagnaöflunina mistæku sem leiddi til innrásarinnar í Írak í fyrra. Ástæða er til að gleðjast yfir úrskurði hæstaréttar Bretlands. Hann felur í sér mikilvæga viðspyrnu gagnvart þeim sem ekki sjá mótsögnina í því að verja frelsi og mannréttindi með því að byggja vernd þeirra á geðþóttamati ríkisvaldsins hverju sinni.