Innlent

Vélstjóra vikið frá Eimskip

Einum vélstjóra af flutningaskipi Eimskips sem tekinn var í Færeyjum með lítilræði af fíkniefnum hefur verið vikið úr starfi. Hann átti eitt og hálft gramm af hassi og 0,1 gramm af kókaíni sem fundust í káetu stýrimanns. Haukur M. Stefánsson, forstöðumaður skiparekstrar og tæknideildar Eimskips, segir flutningafyrirtækið bregðast við samkvæmt sjómannalögum. Ekki skipti máli þó að fíkniefnin hafi verið til einkanota. Ekkert fyrirtæki geti sætt sig við að starfsmenn neyti fíkniefna á vinnutíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×