Bændur saka ríkið um yfirgang 21. desember 2004 00:01 Fjármálaráðherra kynnti í liðinni viku kröfur ríkisins til þjóðlendna á Norðausturlandi. Svæðið er það fjórða sem Óbyggðanefnd hefur til úrskurðar. Landeigendur undrast kröfugerð ríkisins og telja að farið sé offari, meðan fjármálaráðuneytið segist bara uppfylla lögboðnar skyldur. Afstaða ríkisins: Ragnheiður Snorradóttir lögfræðingur á tekju- og lagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, áréttar að lögboðin skylda fjármálaráðherra sé að gera kröfur. "Menn fara bara eftir þeim sjónarmiðum sem gilda á sviði eignaréttar og þeim dómum sem fallið hafa á undanförnum árum," segir hún og telur að ef síðustu niðurstöður séu skoðaðar á svæði 3, í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, komi í ljós að þar hafi að mestu verið fallist á kröfur fjármálaráðherra. "Auðvitað er þetta kröfugerð og svo koma landeigendur með sína kröfugerð og Óbyggðanefnd úrskurðar," segir hún og telur gagnrýnina á kröfugerð ríkisins ekki réttmæta. Um leið segir hún ekki óðlilegt að skoðanir manna um öll þessi atriði séu í einstökum tilvikum skiptar, enda hafi lögum um þjóðlendur verið ætlað að taka á réttaróvissu. "Kröfugerðin er eðlilegur hluti af ferlinu. Svo skoða menn vandlega þinglýst landamerkjabréf, sem stundum eru skýr og stundum óljós." Ragnheiður bendir á að landeigendur geri líka mjög ítarlegar kröfur og séu skoðuð fyrri mál þá komi í ljós að síst beri meira í milli hjá Óbyggðanefnd og landeigendum, heldur en hjá ríkinu. Ragnheiður segir vitanlega horft til fallins hæstaréttardóms og hann lagður til grundvallar kröfugerð, ásamt öðrum dómum sem gengið hafa varði eignarrétt á hálendinu, en auðvitað verði einnig að skoða hvert tilvik fyrir sig. Afstaða landeigenda: "Þetta er eiginlega hætt að koma manni á óvart," sagði Gunnar Sæmundsson, varaformaður Bændasamtaka Íslands, um ítarlegar kröfur ríkisins til þjóðlendna á Norðausturlandi. "Maður hélt kannski að menn myndu eitthvað slaka á eftir dóm Hæstaréttar [í október vegna jarðamála í Biskupstungum], en þetta er bara sama yfirgangsstefnan áfram í lögfræðingum fjármálaráðherra." Gunnar sagðist ekkert skilja í fjármálaráðherra að skipa ekki mönnum sínum að ganga svolítið hægar fram. "Bændur og landeigendur verða að taka upp þær varnir sem menn hafa verið með og halda þeim áfram," segir hann. Gunnar segir kosta landeigendur bæði mikinn tíma og peninga að verjast kröfum ríkisins. "Í lögum um þjóðlendur var á sínum tíma gert ráð fyrir að menn fengju greiddan kostnað við málsvarnir, en það er alls ekki að fullu," segir hann og bætir við að í mönnum sé nokkur reiði út af þessum málum. "Reyndar finnst mér það vera þannig að menn átti sig ekki almennilega á þessu víða um land fyrr en á þeim dynur sjálfum. Sjálfur hef ég haft samband við ýmsa bændur, út af þessu og fleiru og held að menn hafi búist við að gengið yrði skemmra í kröfum en gert er á Norðausturlandi nú, en það er bara nákvæmlega það sama og búið var að ganga fram á Suðurlandi." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fleiri fréttir „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Sjá meira
Fjármálaráðherra kynnti í liðinni viku kröfur ríkisins til þjóðlendna á Norðausturlandi. Svæðið er það fjórða sem Óbyggðanefnd hefur til úrskurðar. Landeigendur undrast kröfugerð ríkisins og telja að farið sé offari, meðan fjármálaráðuneytið segist bara uppfylla lögboðnar skyldur. Afstaða ríkisins: Ragnheiður Snorradóttir lögfræðingur á tekju- og lagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, áréttar að lögboðin skylda fjármálaráðherra sé að gera kröfur. "Menn fara bara eftir þeim sjónarmiðum sem gilda á sviði eignaréttar og þeim dómum sem fallið hafa á undanförnum árum," segir hún og telur að ef síðustu niðurstöður séu skoðaðar á svæði 3, í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, komi í ljós að þar hafi að mestu verið fallist á kröfur fjármálaráðherra. "Auðvitað er þetta kröfugerð og svo koma landeigendur með sína kröfugerð og Óbyggðanefnd úrskurðar," segir hún og telur gagnrýnina á kröfugerð ríkisins ekki réttmæta. Um leið segir hún ekki óðlilegt að skoðanir manna um öll þessi atriði séu í einstökum tilvikum skiptar, enda hafi lögum um þjóðlendur verið ætlað að taka á réttaróvissu. "Kröfugerðin er eðlilegur hluti af ferlinu. Svo skoða menn vandlega þinglýst landamerkjabréf, sem stundum eru skýr og stundum óljós." Ragnheiður bendir á að landeigendur geri líka mjög ítarlegar kröfur og séu skoðuð fyrri mál þá komi í ljós að síst beri meira í milli hjá Óbyggðanefnd og landeigendum, heldur en hjá ríkinu. Ragnheiður segir vitanlega horft til fallins hæstaréttardóms og hann lagður til grundvallar kröfugerð, ásamt öðrum dómum sem gengið hafa varði eignarrétt á hálendinu, en auðvitað verði einnig að skoða hvert tilvik fyrir sig. Afstaða landeigenda: "Þetta er eiginlega hætt að koma manni á óvart," sagði Gunnar Sæmundsson, varaformaður Bændasamtaka Íslands, um ítarlegar kröfur ríkisins til þjóðlendna á Norðausturlandi. "Maður hélt kannski að menn myndu eitthvað slaka á eftir dóm Hæstaréttar [í október vegna jarðamála í Biskupstungum], en þetta er bara sama yfirgangsstefnan áfram í lögfræðingum fjármálaráðherra." Gunnar sagðist ekkert skilja í fjármálaráðherra að skipa ekki mönnum sínum að ganga svolítið hægar fram. "Bændur og landeigendur verða að taka upp þær varnir sem menn hafa verið með og halda þeim áfram," segir hann. Gunnar segir kosta landeigendur bæði mikinn tíma og peninga að verjast kröfum ríkisins. "Í lögum um þjóðlendur var á sínum tíma gert ráð fyrir að menn fengju greiddan kostnað við málsvarnir, en það er alls ekki að fullu," segir hann og bætir við að í mönnum sé nokkur reiði út af þessum málum. "Reyndar finnst mér það vera þannig að menn átti sig ekki almennilega á þessu víða um land fyrr en á þeim dynur sjálfum. Sjálfur hef ég haft samband við ýmsa bændur, út af þessu og fleiru og held að menn hafi búist við að gengið yrði skemmra í kröfum en gert er á Norðausturlandi nú, en það er bara nákvæmlega það sama og búið var að ganga fram á Suðurlandi."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fleiri fréttir „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Sjá meira