Innlent

Flutti kókaín inn fyrir samfanga

Sigurður Rúnar Gunnarsson var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á tæpu kílói af kókaíni og tæpu kílói af amfetamíni. Sigurður Rúnar var handtekinn með fíkniefnin á Keflavíkurflugvelli í maí. Hann var að koma með flugi frá Kaupmannahöfn en þangað hafði hann komið frá Amsterdam. Sigurður játaði innflutninginn og viðurkenndi að hann hefði gert sér grein fyrir að efnin ættu að fara í sölu hér á landi. Segist hann hafa verið nauðbeygður til að flytja fíkniefnin inn þar sem hann hafi ekki getað borgað lán sem hann skuldaði. Lánið hefði hann fengið hjá manni sem hefði verið inni á Vernd á sama tíma og hann. Hann hefði verið í slæmum málum og því þegið lánið þegar honum hefði boðist það. Færslur á bankareikningi Sigurðar sýna innlagnir upp á tvær og hálfa milljón króna. Þótti dómnum skýringar Sigurðar ekki trúverðugar og því sannað að innflutningurinn hefði verið í hagnaðarskyni. Sigurður hefur áður hlotið tvo refsidóma, þar á meðal fimmtán mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og skjalafals. Til frádráttar dómnum kemur gæsluvarðhald frá 25. maí síðastliðnum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×