Orkuveitan vill víðtækari leyfi 19. desember 2004 00:01 Orkuveita Reykjavíkur hefur óskað eftir svörum Skipulagsstofnunar um hvort sjö boranir til rannsóknar á Hellisheiði þurfi umhverfismat. Fjórar þeirra eru á nýju svæði. Ásgeir Margeirsson, aðstoðarforstjóri Orkuveitunnar, segir umsögn stofnunarinnar fyrsta skrefið í löngu og ströngu leyfisveitingarferli fyrir framkvæmdunum. Erfitt sé að segja hvert svarið verði en hingað til hafi rannsóknarboranir ekki farið í umhverfismat. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, skipulagsstjóri hjá Skipulagsstofnun, segir niðurstöðuna liggja fyrir í næstu viku. Hver borhola fái sjálfstætt mat og loks svæðið í heild: "Það hafa komið svona erindi bæði á Suðurnesjum og í Kröflu. Ég hygg að það séu sambærileg mál sem hafa að hluta verið úrskurðuð í mat í Kröflu, en skoða þarf hvert mál miðað við aðstæður." Ásgeir gagnrýnir þann langa tíma sem almennt taki að afla allra tilskilinna leyfa fyrir virkjunarframkvæmdum. "Öll leyfisveitingaferli eru orðin óskaplega fyrirferðarmikil, tímafrek og kostnaðarsöm. Að fara með framkvæmdir í umhverfismat tekur til dæmis allt að tvö ár." Það taki þrjú til fjögur á að fá öll þau tæplega tuttugu leyfi sem þurfi fyrir einni virkjun. Kostnaður við umsóknirnar sé tugir milljóna króna.: "Aðalatriðið er að reyna að fækka þessum leyfum þannig að það sé ekki alltaf verið að sækja um mjög svipaða hluti á sitthvoru stjórnsýslustiginu og hjá mörgum stofnunum." Hann sé sannfærður um að hægt sé að samræma og einfalda leyfisveitingar og veita víðtækari heimildir í hvert sinn. Ásdís segir þau hjá Skipulagsstofnun hafa orðið vör við umræðu um seinagang leyfa vegna jarðhitaframkvæmda. Stjórnvöld þurfi að skoða hvort hægt sé að einfalda ferlið. "Eins og kerfið er núna er þessi matsskylduákvörðun nauðsynlegur undanfari framkvæmdaleyfa," segir Ásdís. Dregist hafi að gefa Orkuveitunni svar að þessu sinni. Umsagnir Umhverfissstofnunar hafi borist Skipulagsstofnun seinna en gert hafi verið ráð fyrir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Máttarstólpi tónlistarlífs Vestfjarða fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur hefur óskað eftir svörum Skipulagsstofnunar um hvort sjö boranir til rannsóknar á Hellisheiði þurfi umhverfismat. Fjórar þeirra eru á nýju svæði. Ásgeir Margeirsson, aðstoðarforstjóri Orkuveitunnar, segir umsögn stofnunarinnar fyrsta skrefið í löngu og ströngu leyfisveitingarferli fyrir framkvæmdunum. Erfitt sé að segja hvert svarið verði en hingað til hafi rannsóknarboranir ekki farið í umhverfismat. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, skipulagsstjóri hjá Skipulagsstofnun, segir niðurstöðuna liggja fyrir í næstu viku. Hver borhola fái sjálfstætt mat og loks svæðið í heild: "Það hafa komið svona erindi bæði á Suðurnesjum og í Kröflu. Ég hygg að það séu sambærileg mál sem hafa að hluta verið úrskurðuð í mat í Kröflu, en skoða þarf hvert mál miðað við aðstæður." Ásgeir gagnrýnir þann langa tíma sem almennt taki að afla allra tilskilinna leyfa fyrir virkjunarframkvæmdum. "Öll leyfisveitingaferli eru orðin óskaplega fyrirferðarmikil, tímafrek og kostnaðarsöm. Að fara með framkvæmdir í umhverfismat tekur til dæmis allt að tvö ár." Það taki þrjú til fjögur á að fá öll þau tæplega tuttugu leyfi sem þurfi fyrir einni virkjun. Kostnaður við umsóknirnar sé tugir milljóna króna.: "Aðalatriðið er að reyna að fækka þessum leyfum þannig að það sé ekki alltaf verið að sækja um mjög svipaða hluti á sitthvoru stjórnsýslustiginu og hjá mörgum stofnunum." Hann sé sannfærður um að hægt sé að samræma og einfalda leyfisveitingar og veita víðtækari heimildir í hvert sinn. Ásdís segir þau hjá Skipulagsstofnun hafa orðið vör við umræðu um seinagang leyfa vegna jarðhitaframkvæmda. Stjórnvöld þurfi að skoða hvort hægt sé að einfalda ferlið. "Eins og kerfið er núna er þessi matsskylduákvörðun nauðsynlegur undanfari framkvæmdaleyfa," segir Ásdís. Dregist hafi að gefa Orkuveitunni svar að þessu sinni. Umsagnir Umhverfissstofnunar hafi borist Skipulagsstofnun seinna en gert hafi verið ráð fyrir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Máttarstólpi tónlistarlífs Vestfjarða fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Sjá meira