Laxnessraunir 17. desember 2004 00:01 Halldór Guðmundsson hefur ritað sannkallað stórvirki um nafna sinn Laxness. Í stuttu máli frábæra bók þar sem þræddir eru saman ótrúlega haglega allir þræðirnir í lífi skáldsins Laxness. Halldór G. lenti hins vegar í sannkallaðri mannraun. Hann hafði verið að vinna að lífs síns meistaraverki þegar Hannes Hólmsteinn ruddist inn á hans fræðasvið. Hannes gerði það með þeim hætti sem alþjóð veit og virðist jafnvel að dómi sinna nánustu vina hafa haft lítinn sóma að. Allir sanngjarnir menn hljóta þó að viðurkenna að nýja bókin er betri. Bók Halldórs Guðmundssonar væri kannski ekki jafn góð og hún er ef boðflennan Hannes hefði ekki ruðst inn eins og hver annar pönkari í leðurjakka, með bein í nefi, skrýddur keðju, gyrtur rýtingi og vís til alls. Fíllinn Hannes fleygir þannig niður hverri styttunni á fætur annarri í Postulíns-búðinni og fer mikinn. Skýtur raunar herfilega yfir markið þegar hann reynir að sýna fram á að Atómstöðin sé eftirherma tékkneskrar sögu. Það skiptir engu máli því eins og allir vita var Halldór fingralangur allan sinn rithöfundarferil; líka í mun betri verkum en Atómstöðinni. Ekki veitti af þvi jafnvel eftir innrás pönkarans Hannesar á fræðasvið hans ríður kurteisi Halldórs Guðmundssonar ekki við einteyming. Maður beinlínis sér ekkjuna Auði lesa yfir öxl bókmenntafræðingsins og á stundum er spaugilegt að sjá bókmenntapáfann Halldór rekja einhverjar nauðaómerkilegar heimsóknir Auðar og Halldórs til útlanda. Eins og að lesa eldgamalt Séð og heyrt. Sérstaklega er þetta raunalegt því bersýnilega verður Halldór Guðmundsson að skera mikið niður í umfjöllun sinni um afstöðu Halldórs Laxness til Sovétríkjanna en sannast sagna er sá kafli ósannfærandi hjá nafna Nóbelskáldsins. Séð og heyrt-hliðin á Dórunum tveimur hættir svo að vera fyndin þegar skýrt er frá bréfi Laxness til Auðar um að grafa sundlaug fyrir ritlaunin í Austur-Þýskalandi. á sama tíma og þýðandi hans dúsir í fangelsi. Halldór getur þess ekki í bókinni að hann tengist Máli og menningu sterkum böndum, bæði sem útgefandi til margra ára og einnig fyrir þær sakir að hann er barnabarn Halldórs Stefánssonar rithöfunds. Því miður eru skrif Halldórs um Kristinn E. Andrésson og Sovéttengsl hans og Máls og menningar einstaklega vandræðaleg. Á sama tíma reynir Hannes Hólmsteinn að gera sem minnst úr Kiljan í samnefndri bók sinni. Hannes nýtur þess að hann hefur fleiri síður til að rita á en geldur þess að tilgangur hans er of augljós. Spurningin er hins vegar hvernig þessar bækur væru ef höfundarnir hefðu ekki haft neitt aðhald úr samkeppninni. Ég býð ekki í það. Halldór Guðmundsson hefur þrátt fyrir allt skrifað sannkallað meistaraverk, eina best skrifuðu ævisögu sem skrifuð hefur verið á íslensku og Hannes á alls ekki skilið það niðurrif sem hann hefur orðið fyrir. Þrátt fyrir allt. Innlent Stj.mál Mest lesið Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Máttarstólpi tónlistarlífs Vestfjarða fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Sjá meira
Halldór Guðmundsson hefur ritað sannkallað stórvirki um nafna sinn Laxness. Í stuttu máli frábæra bók þar sem þræddir eru saman ótrúlega haglega allir þræðirnir í lífi skáldsins Laxness. Halldór G. lenti hins vegar í sannkallaðri mannraun. Hann hafði verið að vinna að lífs síns meistaraverki þegar Hannes Hólmsteinn ruddist inn á hans fræðasvið. Hannes gerði það með þeim hætti sem alþjóð veit og virðist jafnvel að dómi sinna nánustu vina hafa haft lítinn sóma að. Allir sanngjarnir menn hljóta þó að viðurkenna að nýja bókin er betri. Bók Halldórs Guðmundssonar væri kannski ekki jafn góð og hún er ef boðflennan Hannes hefði ekki ruðst inn eins og hver annar pönkari í leðurjakka, með bein í nefi, skrýddur keðju, gyrtur rýtingi og vís til alls. Fíllinn Hannes fleygir þannig niður hverri styttunni á fætur annarri í Postulíns-búðinni og fer mikinn. Skýtur raunar herfilega yfir markið þegar hann reynir að sýna fram á að Atómstöðin sé eftirherma tékkneskrar sögu. Það skiptir engu máli því eins og allir vita var Halldór fingralangur allan sinn rithöfundarferil; líka í mun betri verkum en Atómstöðinni. Ekki veitti af þvi jafnvel eftir innrás pönkarans Hannesar á fræðasvið hans ríður kurteisi Halldórs Guðmundssonar ekki við einteyming. Maður beinlínis sér ekkjuna Auði lesa yfir öxl bókmenntafræðingsins og á stundum er spaugilegt að sjá bókmenntapáfann Halldór rekja einhverjar nauðaómerkilegar heimsóknir Auðar og Halldórs til útlanda. Eins og að lesa eldgamalt Séð og heyrt. Sérstaklega er þetta raunalegt því bersýnilega verður Halldór Guðmundsson að skera mikið niður í umfjöllun sinni um afstöðu Halldórs Laxness til Sovétríkjanna en sannast sagna er sá kafli ósannfærandi hjá nafna Nóbelskáldsins. Séð og heyrt-hliðin á Dórunum tveimur hættir svo að vera fyndin þegar skýrt er frá bréfi Laxness til Auðar um að grafa sundlaug fyrir ritlaunin í Austur-Þýskalandi. á sama tíma og þýðandi hans dúsir í fangelsi. Halldór getur þess ekki í bókinni að hann tengist Máli og menningu sterkum böndum, bæði sem útgefandi til margra ára og einnig fyrir þær sakir að hann er barnabarn Halldórs Stefánssonar rithöfunds. Því miður eru skrif Halldórs um Kristinn E. Andrésson og Sovéttengsl hans og Máls og menningar einstaklega vandræðaleg. Á sama tíma reynir Hannes Hólmsteinn að gera sem minnst úr Kiljan í samnefndri bók sinni. Hannes nýtur þess að hann hefur fleiri síður til að rita á en geldur þess að tilgangur hans er of augljós. Spurningin er hins vegar hvernig þessar bækur væru ef höfundarnir hefðu ekki haft neitt aðhald úr samkeppninni. Ég býð ekki í það. Halldór Guðmundsson hefur þrátt fyrir allt skrifað sannkallað meistaraverk, eina best skrifuðu ævisögu sem skrifuð hefur verið á íslensku og Hannes á alls ekki skilið það niðurrif sem hann hefur orðið fyrir. Þrátt fyrir allt.
Innlent Stj.mál Mest lesið Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Máttarstólpi tónlistarlífs Vestfjarða fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Sjá meira