Innlent

Gæsluvarðhald framlengt

Bráðabirgðaniðurstöður vegna árásarinnar á Ragnar Björnsson í Mosfellsbæ um síðustu helgi hafa leitt í ljós að Ragnar lést af völdum höggs á kjálka og gagnauga. Hálfþrítugur Mosfellingur, Loftur Jens Magnússon, hefur játað að hafa gefið Ragnari högg á sveitakránni Ásláki aðfararnótt sunnudags. Rannsókn lögreglunnar á andláti Ragnars er langt komin. Loftur Jens hefur verið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni síðustu daga og hefur gæsluvarðhaldið verið framlengt í sex vikur í ljósi alvarleika málsins. Loftur Jens verður því í haldi til 27. janúar nema Hæstiréttur breyti úrskurðinum. Björn Ólafur Hallgrímsso hrl. er lögmaður Lofts Jens og hefur hann kært úrskurðinn. Hugsanlegt er að Lofti Jens verði haldið inni þar til dómur hefur fallið þó að rannsókn sé lokið. Útför Ragnars Björnssonar var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×