Nottla gegt gaman 14. desember 2004 00:01 Unga fólkið hefur skapað sér sitt eigið tungutak. Það hefur orðið til með nýjum samskiptaleiðum þar sem lítið pláss og mikill hraði ráða för. SMS og MSN er vettvangur samskipta ungmenna og ekki fyrir hvern sem er að skilja hvað þeim fer á milli. Fjöldi orða er skrifaður með öðrum hætti en áður hefur tíðkast og gjarnan er reynt að stafsetja þau í takt við hljóminn. Saman við hinn nýja rithátt íslenskunnar blandast svo nokkrir kimar enskrar tungu og ber þar mest á þremur meginþáttum, það er; hefðbundnum enskum slettum, bölvi og ragni á ensku og skammstöfunum orða og orðasambanda á ensku. Bölvið og ragnið verður ekki tíundað sérstaklega hér en sem dæmi um enskar skammstafanir má nefna; lol (lots of laughs) og omg (oh my good). Þá eru ýmis tákn mikið notuð og fer þar mest fyrir brosköllum með mismunandi svipbrigðum sem ætlað er að leggja áherslu á hið ritaða mál. Dæmi um MSN og SMS orðSlangur Þýðir Slangur ÞýðirEttaÞettaAllavenaAlla vegannaGeðeiktGeðveiktEssuÞessuGegtGeðveiktGeturru?Geturðu?GeggtGeðveiktEikkurEinhverMarMaðurNebbleaNefnilegaMarrMaðurAtlaru?Ætlarðu?NottlaNáttúrulegaSolisSvoleiðisEillegaEiginlegaSollisSvoleiðisEikkaðEitthvaðHuxaHugsaEikkaEitthvaðAuddaAuðvitaðEkkaEitthvaðÆslegtÆðislegtKasseiru?Hvað segirðu?NáttlegaNáttúrulega Það má heita athyglisvert að ungt fólk á afar gott með að skilja hvert annað þrátt fyrir að orðfærið sé á köflum nánast óskiljanlegt þeim sem eldri eru. Virðist sem vindar í þessum efnum blási með sama hætti um flestar þær þúfur sem ungmenni fyrirfinnast á. Það má líka heita athyglisvert að aðlögunarhæfni unga fólksins er gríðarmikil því flestum viðmælendum blaðsins bar saman um að krakkarnir ættu næsta auðvelt með að skipta um rithátt eftir viðfangsefnum. SMS- og MSN-málið nær aðeins í litlum mæli inn í skólastofurnar og þegar foreldrum eða öðrum fullorðnum eru send skilaboð eru þau skrifuð á hefðbundnu máli. Því má segja að krakkarnir tali tungum tveim. SMSOGMSNSMS er skilaboðakerfi farsíma. Í því er hægt að skrifa stuttan texta og senda á milli símanna. Textinn er skrifaður með tölustafahnöppum símans og eru þrír til fjórir bókstafir á bak við hvern tölustaf. Vanalega eru skilaboðin skrifuð með þumalfingrunum sem fyrir vikið eru orðnir sá líkamshluti sem unglingar nota hvað mest. Skilaboðin þurfa að vera stuttorð og hnitmiðuð þar sem símaskjárinn er jafnan lítill og plássið takmarkað.MSN er samskiptakerfi í tölvum þar sem hægt er að senda skilaboð á milli tveggja eða fleiri tölva á örskotsstundu. Skilaboðin eru slegin inn á lyklaborði tölvunnar. Samskiptin fara fram á miklum hraða og því gildir að nota sem fæsta stafi í orðin til að koma skilaboðunum sem fyrst frá sér. Þannig fær maður jú svörin fyrr. Fréttir Innlent Lífið Menning Tækni Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Unga fólkið hefur skapað sér sitt eigið tungutak. Það hefur orðið til með nýjum samskiptaleiðum þar sem lítið pláss og mikill hraði ráða för. SMS og MSN er vettvangur samskipta ungmenna og ekki fyrir hvern sem er að skilja hvað þeim fer á milli. Fjöldi orða er skrifaður með öðrum hætti en áður hefur tíðkast og gjarnan er reynt að stafsetja þau í takt við hljóminn. Saman við hinn nýja rithátt íslenskunnar blandast svo nokkrir kimar enskrar tungu og ber þar mest á þremur meginþáttum, það er; hefðbundnum enskum slettum, bölvi og ragni á ensku og skammstöfunum orða og orðasambanda á ensku. Bölvið og ragnið verður ekki tíundað sérstaklega hér en sem dæmi um enskar skammstafanir má nefna; lol (lots of laughs) og omg (oh my good). Þá eru ýmis tákn mikið notuð og fer þar mest fyrir brosköllum með mismunandi svipbrigðum sem ætlað er að leggja áherslu á hið ritaða mál. Dæmi um MSN og SMS orðSlangur Þýðir Slangur ÞýðirEttaÞettaAllavenaAlla vegannaGeðeiktGeðveiktEssuÞessuGegtGeðveiktGeturru?Geturðu?GeggtGeðveiktEikkurEinhverMarMaðurNebbleaNefnilegaMarrMaðurAtlaru?Ætlarðu?NottlaNáttúrulegaSolisSvoleiðisEillegaEiginlegaSollisSvoleiðisEikkaðEitthvaðHuxaHugsaEikkaEitthvaðAuddaAuðvitaðEkkaEitthvaðÆslegtÆðislegtKasseiru?Hvað segirðu?NáttlegaNáttúrulega Það má heita athyglisvert að ungt fólk á afar gott með að skilja hvert annað þrátt fyrir að orðfærið sé á köflum nánast óskiljanlegt þeim sem eldri eru. Virðist sem vindar í þessum efnum blási með sama hætti um flestar þær þúfur sem ungmenni fyrirfinnast á. Það má líka heita athyglisvert að aðlögunarhæfni unga fólksins er gríðarmikil því flestum viðmælendum blaðsins bar saman um að krakkarnir ættu næsta auðvelt með að skipta um rithátt eftir viðfangsefnum. SMS- og MSN-málið nær aðeins í litlum mæli inn í skólastofurnar og þegar foreldrum eða öðrum fullorðnum eru send skilaboð eru þau skrifuð á hefðbundnu máli. Því má segja að krakkarnir tali tungum tveim. SMSOGMSNSMS er skilaboðakerfi farsíma. Í því er hægt að skrifa stuttan texta og senda á milli símanna. Textinn er skrifaður með tölustafahnöppum símans og eru þrír til fjórir bókstafir á bak við hvern tölustaf. Vanalega eru skilaboðin skrifuð með þumalfingrunum sem fyrir vikið eru orðnir sá líkamshluti sem unglingar nota hvað mest. Skilaboðin þurfa að vera stuttorð og hnitmiðuð þar sem símaskjárinn er jafnan lítill og plássið takmarkað.MSN er samskiptakerfi í tölvum þar sem hægt er að senda skilaboð á milli tveggja eða fleiri tölva á örskotsstundu. Skilaboðin eru slegin inn á lyklaborði tölvunnar. Samskiptin fara fram á miklum hraða og því gildir að nota sem fæsta stafi í orðin til að koma skilaboðunum sem fyrst frá sér. Þannig fær maður jú svörin fyrr.
Fréttir Innlent Lífið Menning Tækni Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira