Innlent

Ákærður fyrir tilraun til manndráp

Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann sem kærður var fyrir tilraun til manndráps í júlí í sumar. Karlmaðurinn er sakaður um að hafa reynt að skera leigubílstjóra á háls í Vesturbæ Reykjavíkur. Hæsturéttur staðfestir í fyrradag gæsluvarðhald yfir hinum ákærða fram til 16. febrúar, eða þar til dómur gengur í máli hans. Maðurinn sem ákærður er ber við minnisleysi um atburði þessarar nætur vegna áfengisvímu. Hann hefur ekki tjáð sig um atburðinn í yfirheyrslu hjá lögreglu eða í dómssal. Vitni lögreglunnar að atburðinum bera öll á um að hinn ákærði hafi ráðist á leigubílstjórann en brot þetta getur varðað allt að sextán ára fangelsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×