Verðið lækkar með aukinni notkun 10. desember 2004 00:01 Af hálfu ríkisins eru ekki uppi fyrirætlanir um að beita sér fyrir breytingum til lækkunar á verðskránni sem Farice sæstrengurinn styðst við, að sögn Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra. Netþjónustur hafa lýst því að vegna kostnaðar við gagnaflutninga um strenginn verði þau að takmarka erlent niðurhal af netinu með umframgjaldtöku. Ekki er nýttur nema tíundihluti gagnaflutningsgetunnar sem nú stendur til boða um strenginn. "Ég vil nú í fyrsta lagi segja að ég beitti mér fyrir því á sínum tíma sem samgönguráðherra að farið var út í að leggja þennan streng. Það var vegna þess að ég hafði farið út í að gera úttekt á sambandsöryggi við landið og niðurstaðan var sú að algjörlega væri nauðsynlegt væri að leggja annan streng," sagði Sturla. "Síðan er það náttúrlega markaðurinn sem ræður þarna framboði og eftirspurn. CANTAT-3 strengurinn er til staðar ennþá og svo er bullandi samkeppni á milli símafyrirtækja." Ráðherrann sagðist hins vegar leggja mikla áherslu á að afkastagetan sé nýtt sem mest og best í þágu neytenda. "Öryggið er til staðar og til lengri tíma litið er að sjálfsögðu mikilvægt fyrir símafyrirtækin að verð séu hagstæð þannig að umferð um Farice strenginn og viðskipti aukist," sagði Sturla og taldi fráleitt að stóru fjarskiptafyrirtækin tvö, sem að Farice standa, Og Vodafone og Síminn, gætu séð sér hag í því að haga verðlagningunni þannig að smærri netþjónustur treystu sér ekki til að skipta við strenginn. "Það væri þá alveg nýtt af nálinni og kæmi mér mikið á óvart ef þar væri um eitthvað bandalag að ræða." Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice, segir enga formlega endurskoðun gagnaflutningsverðs í gangi. "Við fylgjumst hins vegar með og svo er lykilatriði að um leið og einhver kaupir af okkur viðbót. Sama hvort það er einhver nýr, eða núverandi kúnnar, þá hefur það þau áhrif að gjaldskráin lækkar," segir hann. "Gjaldskráin þarf bara að skila ákveðnum tekjum og því lækkar einingaverðið ef einhver kaupir meira." Guðmundur segir það ákvörðun stjórnar hvenær slíkar breytingar á gjaldskrá gætu átt sér stað. "En yfirleitt fer þessi endurskoðun fram í árslok." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Af hálfu ríkisins eru ekki uppi fyrirætlanir um að beita sér fyrir breytingum til lækkunar á verðskránni sem Farice sæstrengurinn styðst við, að sögn Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra. Netþjónustur hafa lýst því að vegna kostnaðar við gagnaflutninga um strenginn verði þau að takmarka erlent niðurhal af netinu með umframgjaldtöku. Ekki er nýttur nema tíundihluti gagnaflutningsgetunnar sem nú stendur til boða um strenginn. "Ég vil nú í fyrsta lagi segja að ég beitti mér fyrir því á sínum tíma sem samgönguráðherra að farið var út í að leggja þennan streng. Það var vegna þess að ég hafði farið út í að gera úttekt á sambandsöryggi við landið og niðurstaðan var sú að algjörlega væri nauðsynlegt væri að leggja annan streng," sagði Sturla. "Síðan er það náttúrlega markaðurinn sem ræður þarna framboði og eftirspurn. CANTAT-3 strengurinn er til staðar ennþá og svo er bullandi samkeppni á milli símafyrirtækja." Ráðherrann sagðist hins vegar leggja mikla áherslu á að afkastagetan sé nýtt sem mest og best í þágu neytenda. "Öryggið er til staðar og til lengri tíma litið er að sjálfsögðu mikilvægt fyrir símafyrirtækin að verð séu hagstæð þannig að umferð um Farice strenginn og viðskipti aukist," sagði Sturla og taldi fráleitt að stóru fjarskiptafyrirtækin tvö, sem að Farice standa, Og Vodafone og Síminn, gætu séð sér hag í því að haga verðlagningunni þannig að smærri netþjónustur treystu sér ekki til að skipta við strenginn. "Það væri þá alveg nýtt af nálinni og kæmi mér mikið á óvart ef þar væri um eitthvað bandalag að ræða." Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice, segir enga formlega endurskoðun gagnaflutningsverðs í gangi. "Við fylgjumst hins vegar með og svo er lykilatriði að um leið og einhver kaupir af okkur viðbót. Sama hvort það er einhver nýr, eða núverandi kúnnar, þá hefur það þau áhrif að gjaldskráin lækkar," segir hann. "Gjaldskráin þarf bara að skila ákveðnum tekjum og því lækkar einingaverðið ef einhver kaupir meira." Guðmundur segir það ákvörðun stjórnar hvenær slíkar breytingar á gjaldskrá gætu átt sér stað. "En yfirleitt fer þessi endurskoðun fram í árslok."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira