Innlent

Bílveltur

Flutt með sjúkrabíl Kona, ökumaður bíls, slasaðist við bílveltu á Suðurlandsvegi á móts við bæinn Mæri. Hún var flutt ásamt farþega með sjúkrabíl á heilsugæslustöðina á Selfossi. Eftir skoðun þar var hún send á slysadeild Landsspítala - háskólasjúkrahús. Farþeginn skarst lítilsháttar. Ökumaður sat fastur í bílnum og var klipptur út við komu lögreglunnar á Selfossi á slysstað. Um tuttugu mínútur tók að ná henni út úr bílnum og í sjúkrabílinn. Kona veltir bíl Kona um sextugt velti fólksbíl á Skeiða- og Hrunamannavegi við Áshildarmýri klukkan tvö í fyrrinótt. Konan er grunuð um ölvun. Hún meiddist ekki og litlar skemmdir urðu á bílnum. Bílveltur við Borgarnes Ung kona missti meðvitund í nokkrar mínútur þegar bíll sem hún var farþegi í valt á Snæfellsnesvegi við Urriðaborgir vestan Borgarness. Ökumaðurinn, einnig ung kona, slapp ómeidd. Þær sátu fastar í bílnum þar til lögreglan kom á vettvang. Hún kom ungu konunni undir læknishendur. Um sjö leytið í gærmorgun valt einnig fólksbíll á Borgarfjarðarbraut í Árdal við Hvanneyri. Ökumaður slapp með skrámur og mar. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir. Lögreglan í Borgarnesi telur að bílbeltin hafi bjargað konunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×